Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 143
Jarðræktarfélag Akureyrar
50 ára minning
Inngangur.
Akureyri hefir lengi verið mesti landbúnaðarbær á ís-
landi. Skýringin á því er m. a. sú, að bærinnliggurlangtinni
í landi og að mold er þar vel fallin til ræktunar. Síðar meir,
þegar bærinn eignaðist mikið land, kom í hlut hans mikið af
vel ræktuðum og grasgefnum túnum, góðum engjum og
fyrirtaks bithaga. Með inu víðáttumikla landi veittust bæj-
arbúum bagstæð skilyrði til ræktunar. Einkum hafa bæjar-
menn lengi stundað jarðeplarækt með góðum árangri í
brekkunum fyrir ofan innbæinn, og grasrækt fleygði fram,
eftir það að bærinn eignaðist mikið landrými. Hefir land-
búnaður því lengi verið einn af farsælustu atvinnuvegum
Akureyringa, og höfðu þeir lengi talsverðan búpening.
Brautryðjandi jarðeplaræktarinnar í bænum og á öllu
Norðurlandi var Hans Vilhelm Lever, verzlunarstjóri á Ak-
ureyri. Hann kom upp garði í brekkunni í norðanverðu
Búðargilinu árið 1807, og var hann rúm dagslátta að stærð.
Tókst Lever með einstökum dugnaði og hirðusemi að rækta
garðinn svo vel, að hann fékk 70 tunnur af jarðeplum upp
úr honum til jafnaðar árlega næstu 22 ár. Telst honum svo
tif, að garðurinn hafi gefið honum kr. 4400,00 í hreinan
ágóða, og virðir hann þó tunnuna aðeins á kr. 5,28. Breidd-
ist jarðeplarækt mjög út á þessu tíma'bili í Eyjafirði, fyrir
forgöngu Levers. Á Akureyri hefir hún haldist vel við alla
stund síðan. Jónas Hallgrímsson, skáldið og náttúrufræðing-
10*