Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Blaðsíða 148
152
þetta undir sín eigin umráð, og þótt eigi sé við að búast, að
landsnytjar þessar verði bæjarbúum ódýrri en venjulega
gerist, þá verður það þó mun hægra en áður, og ávallt er
skemmtilegra hjá sjálfum sér að taka en sinn bróður að
biðja.
I vetur voru engjarnar (o: hólmarnir) mældar, og reynd-
ust þær að vera rúmar 53 engjadagsláttur, og eru þær leigð-
ar út í pörtum og eins Eyrarlandstúnið.
Trúlegt er, að eigi líði langt um áður Akureyringar fara
að taka holtin í kringum Eyrarlands-, Barðs- og Hamarkots-
tún til yrkingar, og fari þannig að dæmi hinna ötulu jarð-
ræktarmanna í Rvík, og víst er um það, að mun yrkilegra
land er í kringum Akureyri en Rvík.
En margt þarf að gera „torfunni“ til góða, til þess hún
beri eiganda og leigjendum sem beztan arð, en það er ekki
ætlun mín að fara að telja það upp hér, því það yrði of langt
mál. En einungis vildi ég leyfa mér að benda hinum ungu
og efnilegu borgurum Akureyrar á, að heppilegt myndi þeim
að byrja svo, að stofna „Jarðyrkjufélag fyrir Akureyrarbæ",
og yrði það ekki einungis til að efla áhuga og gera fram-
kvæmdir formlegri, heldur og hreint hagfærðilega skoðað
beinn ávinningur, þar sem slík félög verða opinbers styrks
aðnjótandi. Og eins vel eru Akureyringar komnir að því sem
aðrir, meðan þingið á annað borð blessar oss með þeirri
náðargjöf — búnaðarstyrknum."
Af grein þessari má sjá, að Eyrarlandskaupin vekja grein-
arhöfund til þess að stinga upp á stofnun jarðræktarfélags
fyrir bæinn, og einnig vekur hann styrkur sá, er þá var farið
að veita bændum fyrir jarðabætur. Alþingi 1889 veitti fyrst
fé til búnaðarfélaga (8000 kr.). Var það síðan hækkað upp í
12000 kr. Árið 1892 var fyrst farið að veita þennan styrk eft-
ir dagsverkatölu hvers félags.
Stofnun Jarðræktanfélags Akureyrar.
Heimildir um stofnun félagsins eru eigi jafngreinilegar