Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Side 151
155
7. Guðm. Guðmundsson prentari,
8. Hendrik Schiöth póstafgrm.,
9. Jakob V. Havsteen kaupni.,
10. Johan Christensen verzlunarm.,
11. Jón Jóhannesson verkamaður,
12. Jón Jónsson söðlasmiður.
13. Jósep Jóhannesson járnsmiður,
14. Klemens Jónsson bæjarfógeti,
15. Magnús Blöndal verzlunarm.,
16. Magnús Einarsson organisti,
17. Oddur C. Thorarensen lyfsali,
18. Olgeir Júlíusson bakari,
19. Ólafur Jónatansson járnsm.,
20. Páll Briem amtmaður,
21. Páll Jónsson, kennari.
22. Sigurður Jónatansson verkam.,
23. Þórður Thorarensen gullsm.
Af stofnendum eða félögum fyrsta árið er aðeins 1 enn á
lífi, Ólafur járnsnr. Jónatansson. Er hann enn búsettur í
bænum.
Líklega á vorfundi félagsins 1897 ganga inn til viðbótar
þessir menn: Þorlákur Einarsson, bóndi á Kotá, Björn Jóns-
son prentari, Stephán umboðsm. Stephensen og Jakob kaup-
m. Gíslason.
Skýrsla um úthlutun búnaðarstyrks vorið 1897 til félaga
Jarðræktarfélagsins, fyrir jarðabætur unnar 1895, ber með
sér, að mesti jarðabótamaður í félaginu (fyrir utan Bæjar-
félagið) var Þórður gullsm. Thorarensen. Annar í röðinni
er Páll amtmaður Briem og þriðji Guðm. prentari Guð-
mundsson.
Forgöngumenn félagsstofnunarinnar má gera ráð fyrir
að hafi verið Klemens Jónsson, Páll amtm. Briem, er flutti í
bæinn haustið 1894 og var mikill áhugamaður um jarðrækt,
og Friðbjörn bóksali Steinsson, er stóð mjög framarlega um