Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Síða 155
159
það megi hafa það gjaldfrítt fyrstu 8 árin, en úr því verði
greitt, auk ins lögboðna lóðargjalds, 1 kr. árlega fyrir hverja
dagsláttu. Félagið gekk að þessu og bauð bæjarmönnum að
taka spildur af landinu. Var fundur boðaður 16. júní s. á., en
engar fregnir höfum vér af honum, því að engin gögn eru
fyrir liendi um fund þennan, en af lausum blöðum í vörzl-
um félagsins 1899 má sjá, að formaður félagsins hefir skrifað
KI. Jónsson fyrir 2 dagsl., Guðmund Hannesson fyrir 2, Jón
Kristjánsson fyrir 1, Magnús Einarsson fyrir 2, Jón Jóhann-
esson fyrir 3 og Magnús Blöndal fyrir 2 dagsl. Er líklegast,
að fleiri hafi ekki gefið sig fram til að fá land hjá félags-
stjórninni. í „,Stefni“ 28. jan. 1902 segir, að bæjarstjórnin
hafi látið girða 12 dagsl. af túni.
Það er erfitt að átta sig á því, sem gerist í jarðræktarmál-
um bæjarmanna þessi árin (1896—1902 incl.), þar sem engin
heimild er fyrir hendi um þau mál nema blöðin (aðallega
„Stefnir"). Gerðabaékur jarðeignanefndar bæjarstjórnar frá
upphafi til 1912 eru brunnar, og heimildir í vörzlum Jarð-
ræktarfélagsins mjög ófullnægjandi og vantar alveg frá
fyrstu árum aldarinnar.
Lítið virðist hafa verið unnið að jarðabótum i félaginu ár-
ið 1898. Hæstur er þar enn um dagsverkatölu Jón söðla-
smiður Jónsson (47j4 dv.), næstur Björn ritstjóri Jónsson
(36% dv.), og þriðji í röðinni er Briem amtmaður (27 dv.).
Efstur á blaði um jarðabótaframkvæmdir 1899 er Björn
ritstjóri (22 dv.), næstur Friðbjörn Steinsson (21 dv.) og
þriðji Klemens bæjarfógeti (19 dv.). Akureyrarkaupstaður er
hvorugt árið talinn með.
Árið 1900 bólar á þeirri nýjung, að félagið kaupir dálítið
af fræi til að selja í bæinn, t. d. gulrófnafræ, turnips, næp-
ur, grænkál, salat, spinat, radísur, kúmen og blómkál, en
mjög var það í smáum stíl. Félagsmenn eru um 20 á þessu
ári.
Skal nú þar máls hefja, er fyrr var frá horfið, um jarðrækt,
þar á meðal garðyrkju, í bænum frá því um miðjan tíunda