Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Síða 158
162
þriðjungi minni en árið áðut, ef ekki eru meðtaldir þeir
nýju garðar, sem bættust við vorið 1901 (Stefnir).
Á haustfundi Jarðræktarfélagsins 1901 flutti Páll amtmað-
ur Briem fyrirlestur um framtíð landbúnaðarins, og kom
hann á prent í „Norðurlandi“, er hóf göngu sína þá um
haustið. Umræður fóru fram á eftir, og tóku þátt í þeim,
auk frummælanda, Helgi Laxdal í Tungu, Eggert verzlun-
arstjóri Laxdal, sr. Matthías Jochumsson, og form. félagsins,
Friðbjörn Steinsson hóksali.
Fyrirlestur þessi vakti mikla athygli. Amtmaður bendir á
það, að landbúnaðurinn verði að taka vísindin í þjónustu
sína, ef hann eigi ekki að verða aftur úr öðrum atvinnuveg-
um, sem geri það. Hann telur, að stjórn og þing eigi að beit-
ast fyrir framkvæmdum til eflingar landbúnaðinum. Það
þurfi opinberan styrk, og landbúnaðurinn muni skila því fé
aftur. Raunhæfar ráðstafanir verði að koma i stað draumóra.
Leyfi ég mér að taka upp nokkur orð úr niðurlagi þessa
merkilega fyrirlestrar:
„Ég er sannfærður um það, að það kemur sá tími, að
menn heyja nálega allan sinn heyskap á ræktuðu landi, túni
eða flæðiengjum. Það kemur sá tími, að ýmsir bændur hafa
1000 hesta tún. Með sláttuvél og rakstrarvél hirða menn tún
sín og heyja sinn heyskap á miklu styttri tíma en nú tíðkast,
og þurfa færra fólk og færri hesta. Auk þess sem heyskapur-
inn verður miklu kostnaðarminni, verður hann skemmti-
legri og heilsusamlegri. Húsin verða betri, hægari og
skemmtilegri. Tún slétt og í góðri rækt. Skepnurnar arð-
meiri og afurðir búsins betri og verðmeiri, og þá álít ég að
hagur bænda verði góður hér á landi og staða þeirra eftir-
sóknarverð.“
Það er gleðilegt til þess að vita, að nú er sá tími kominn,
sem inn merki fyrirlesari á fundi Jarðræktarfélags Akureyr-
ar, haustið 1901, þráði og sá í anda. Ráðum Páls amtm.
Briem um eflingu landbúnaðarins var einnig að mörgu leyti
fylgt og gafst vel.