Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Síða 160
164
hafði stórkostleg áhrif til eflingar jarðrækt í stórum stíl fyrst
á Akureyri og annars staðar á Norðurlandi og síðar um land
allt. Þeir, sem fyrstir fluttu sýnishorn af tilbúnum áburði til
íslands, voru búnaðarskólastjórarnir á Hólum og Eiðum,
er þeir komu af búnaðarsýningunni í Bergen 1898, Jósef J.
Bjömsson og Jónas Eiríksson. — Sigurður Sigurðsson notaði
tilbúinn áburð þegar 1899 á Akureyri og gafst vel. í gróðr-
arstöð Ræktunarfélagsins var þegar farið að nota hann og
annars staðar á Akureyri. Árið 1905 hafði Ræktunarfélagið
útvegað 75 smálestir af tilbúnum áburði, en það hóf þegar
áburðartilraunir og starfsemi til leiðbeiningar um hagnýt-
ingu tilbúins áburðar. Gróðrarstöðin var stofnuð sumar-
ið 1903.
Ræktunarfélagið útvegaði mikið af verkfærum, og greiddi
það stórum fyrir jarðræktinni. Sigurður járnsmiður Sigurðs-
son á Akureyri fór, í samráði við félagið, að smíða plóga,
herfi o. fl. jarðyrkjuverkfæri, er reyndust við hæfi íslenzkra
hesta, og breiddust þau út um land allt.
Nú var svo komið, að vaxandi áhugi um jarðyrkju og
auknar framkvæmdir í stórum stíl einkenndu Jarðræktar-
félag Akureyrar. Ræktunarfélagið hafði mikil áhrif á bæjar-
búa, en aflfjöðrin í því var Sigurður skólastjóri Sigurðsson.
Tímabilið 1903-1905.
Á vorfundi Jarðræktarfélagsins 1903 skýrir formaður frá
því, að árið 1902 hefðu félagsmenn unnið alls 148l/£ dags-
verk að jarðabótum. Páll amtm. Briem flutti fyrirlestur á
fundinum um jarðyrkjuskóla og tilraunastöðvar. Lýsti hann
því, hve mikill árangur hefði orðið af hvoru tveggja í ná-
grannalöndunum og hvers vænta mætti af því.
Annað aðalmál fundarins var um stofnun hlutafélags til
að koma upp kúabúi í bænum. Samþykkti fundurinn tillögu
um það ,að félagsstjórnin léti rannsáka, hvað kosta myndi
að byggja fjós, hlöðu og haugstæði fyrir 50 kýr; enn fremur
að kynna sér gagn það, er kýr hefðu gert síðustu árin hjá ein-