Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 162
166
son (139 dv.). Þriðji í röðinni er Davíð timburmeistari Sig-
urðsson (89 dv.), fjórði Sigurður skólastjóri (67 dv.). Alls eru
unnin í félaginu á þessu ári 2198 dv.
Á haustfundi 1904 ganga þessir menn í félagið: Sigurður
Hjörleifsson ritstjóri, Ásgeir kaupm. Pétursson, Halldór
söðlasmiður Halldórsson, Þórarinn Jónasson verkamaður,
Jón Friðfinnsson verkamaður, Magnús Jónsson bókbindari.
Magnús kaupm. Kristjánsson, Kristján Helgason og Jón Jó-
hannesson (sem áður hafði verið í félaginu og fyrr er getið).
Félagið á nú í sjóði nærfellt 900 kr. Er nú samþykkt að
greiða 20 aura á dagsverk af jarðabótum þeim, sem mældar
höfðu verið vorið áður.
Aukafundur er haldinn í félaginu milli jóla og nýárs. Fer
þá fram pöntun á áburðarefnum og höfrum hjá Ræktunar-
félaginu, og er stjórn Jarðræktarfélagsins falið að annast
hana. Oddur prentmeistari Björnsson gekk nú í félagið. —
Rætt var um deildarskipun í Ræktunarfélaginu og lagt fram
frumvarp fyrir væntanlega Akureyrardeild. Voru kosnir 3
fulltrúar í deildina af félögum Ræktunarfélagsins í bænum
til að mæta á aðalfundi Rf j. á komanda vori, og hlutu þessir
kosningu: Friðrik Kristjánsson, Friðbjörn Steinsson og
Magnús Kristjánsson.
Framkvæmdir í Jarðræktarfélaginu voru heldur minni
árið 1904 en árið áður. Dagsverk alls 1753. Hæstur er nú á
blaði Jón Friðfinnsson (219 dv.), næstur Aðalsteinn Hall-
dórsson (177 dv.), þá Davíð Sigurðsson (165 dv.), svo Ólafur
Jónatansson (125 dv.), Magnús Kristjánsson (110 dv.), Sig-
urður járnsm. Sigurðsson (110 dv.), Sigurður skólastjóri (89
dv.), Kristján Helgason (83 dv.).
Samþykkt er á vorfundi 1905, að Jarðræktarfélagið verði
deild í Ræktunarfélaginu og að eignir félagsins gangi í þá
deild. Nokkrum dögum síðar, 20. maí 1905, er fundur hald-
inn og gengið þar frá frumvarpi, er sent skal Ræktunarfélag-
inu. Var það samþykkt á aðalfundi Rfj. Nl., og var þá orðið
að lögum fyrir deildina. Fylgja þau hér á eftir: