Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 173
177
endurskoða lög félagsins ög reglugerð fyrir útlánasjóðinn,
og leggja tillögur sínar til breytinga fyrir næsta aðalfund.
Á fundinum fóru fram rækilegar umræður um framtíðar-
starfsemi félagsins, og er auðsjáanlega vakandi áhugi á því að
hefja félagið úr því niðurlægingarástandi, sem það var
komið í. Er samþ. að safna pöntunnm hjá félagsmimnum
um plægingu og herfun og ráða menn með nauðsynlegum
tækjum til að inna starf þetta af hendi, jafnvel á næsta
hausti, og talað um að leita liðsinnis hjá Rfj. Nl. um þetta
mál. Ennfremur er stjórninni falið að safna pöntunum
hjá félagsmönnum á útlendum áburði.
Á aðalfundi 1924 er endurskoðuð reglugerð fyrir Utlána-
sjóð félagsins og samþ. þessar breytingar:
Við 4. gr. I stað orðanna: „og má lánið eigi vera hærra
en svo, að nemi 1 krónu fyrir livert dagsverk,“ komi: „að
nemi allt að kr. 3,00 fyrir hvert dagsverk.“
Við 5. gr. í stað orðanna: „Lántaki borgar 5% í ársleigu
af láninu, og lánið endurborgist með jöfnum afborgunum
á 4 árum,“ komi: „Lántaki borgar 5% í ársleigu af láninu.
Lánið sé afborgunarlaust 2 fyrstu árin og endurgreiðist
síðan með jöfnum afborgunum á 4 árum.“
Hinsvegar var frestað að breyta lögum deildarinnar, vegna
hinna nýju jarðræktarlaga og þar af leiðandi breytinga á lög-
um Rfj. Nl. — Á þessum fundi var samþ. að kaupa sláttu-
vél og ýmis nauðsynleg verkfæri önnur, einkum handverk-
færi til garðyrkju, að safna pöntunum lijá félagsmönnum
um plægingu og herfun og að útvega félagsmcinnum útlend-
an áburð.
Árið 1926 kaupir stjórnin plóg með skeflum og taugum,
en önnur verkfæri, sem félagið á þá, eru skurðpáll og lé-
legt gaddaherfi.
Á aðalfundi 1926 kemst á sú breyting, að stjórn félagsins
er kosin útaf fyrir sig og fulltrúar á aðalfund Rfj. sér, og
hefir sú skipan haldizt síðan, svo að stjórn félagsins var
12