Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 182
186
færakaupasjóði. Enn skorar fundurinn á félagsstjórnina að
beita sér fyrir því, að búið verði til á fél. kostnað sundker, er
notað sé til kláða- og þrifabaðana sauðfjár félagsmanna.
I apríl 1935 sendir félagið fyrsta sinni styrkbeiðni til Verk-
f ær akaupasj óðs.
A aðalfundi 1936 er fyrirspurn ger til félagsstjórnar um
útsæði. Formaður upplýsti, að 10 tunnur af því væri í vörzl-
um félagsstjórnar, og gæti því þeir, er hefðu ekki útsæði,
pantað það hjá sér.
Ólafur framkvæmdastj. Jónsson flutti erindi unr korn-
rækt á fundinum.
Félagsstjórnin samþykkir í maí 1936, að láta stækka verk-
færageymslu félagsins og að sækja um styrk frá Búnaðarsam-
bandi Eyjafjarðar til að koma upp steypumóti fyrir vot-
heysgryfju og láta smíða eitt slíkt mót, ef styrkur fengist til
þess.
Á aukafundi í nóvbr. 1936 voru samþykkt eindregin mót-
mæli gegn fylgifjárákvæði jarðræktarlaganna (17. gr.), eða
með 32 atkv. gegn 2.
Á aðalfundi 1937 er samþ. að kaupa diskaherfi og leita
styrks til þess úr Verkfærakaupasjóði.
Samþykkt er á aðalfundi 1938 að fela stjórninni að kaupa
útsæði næsta haust og geyma það í kartöflukjallaranum
til sölu til félagsmanna og annarra. Á sama ári ákveður
stjórnin að panta málningavörur fyrir félagsmenn.
Jón Kristjánsson flytur á aðalfundi 1939 tillögu um að
fela stjórninni að kaupa þvaggryfjumót, og var hún sam-
þykkt. Ennfremur var samþ. á þessum fundi að halda á
næsta ári fræðslufund á vegum félagsins. — í jan. 1940 er
upplýst, að vandræðum sé bundið að útvega geymslu á garð-
ávöxtum í bænurn. Var skýrt frá því, að náðst hefði í bili
samkomulag við sóknarnefnd að lána kjallara kirkjunnar
nýju til geymslu garðávaxta (þar þá í geymsln hátt á þriðja
hundrað tunna af kartöflum).
Fyrsti fræðslufundur félagsins var haldinn 29‘. jan. 1940,