Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Síða 183
187
og flutti Olafur Jónsson frkvstj. þar erindi um kornrækt. Út-
af erindinu urðu miklar umræður, og í sambandi við það
kom fram svoblj. tillaga, er samþ. var með öllum greiddum
atkv.: „Fundurinn felur stjórninni að sækja um styrk til
Búnaðarsamb. Eyjafjarðar til væntanlegra kaupa á þreski-
vélasamstæðu fyrir Jarðræktarfélag Akureyrar eða einstakra
meðlima þess, eftir því sem ákveðið verður síðar.
Á aðalfundi s. á. var samþ. að kaupa handþreskivélasam-
stæðu til afnota fyrir þá, er hefjast lianda um kornrækt á fé-
lagssvæðinu.
Samþ. var ennfremur að koniast í samband við ið nýstofn-
aða Garðyrkjufélag íslands, með tilliti til þess, að það hefir
ráðunaut, til þess að fá hann til að leiðbeina í Jarðræktar-
félaginu um garðrækt. Einnig samþ. að fela stjórninni að
ráða mann til þess að aðstoða garðeigendur við útrýmingu
kálflugunnar og plöntusjúkdóma.
I október 1940 er síðasti hluturinn í kartöflukjallaranum
innleystur, og er hann því að fullu eign félagsins.
A aðalfundi 1941 er upplýst, að þreskiáhöld þau, er pönt-
uð höfðu verið, hefðu verið komin í „Snæfell“, þegar það var
hertekið, svo að þannig hefði það mál nú fallið um sjálft sig.
Útvegaður hafði verið maður til að aðstoða við útrýmingu
kálflugunnar.
Skýrt var á fundinum frá inum nýja spunarokk Sigurjóns
í Forsæti. Sarnþ. að kaupa áburðardreifara.
Á aðalfundi 1943 er samþykkt tillaga um að beina því til
bæjarstjórnar; að hún geri þegar ráðstafanir til góðrar hirð-
ingar á matjurtagörðum þeim, sem bærinn selur á leigu, og
ennfr. að tryggja þá gegn ágangi búfjár. Fundurinn telur
fulla nauðsyn á, að bærinn hafi í þjónustu sinni ráðunaut í
garðyrkjumálum, er hafi umsjón með garðlöndum bæjarins
og veiti bæjarbúum leiðbeiningar og aðstoð við garðyrkju.
Það er upplýst á aðalfundi 1944, að ráðunautur Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar hafi nú, fyrir milligöngu stjórnar