Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Page 184
188
Jarðræktarfélagsins við bæjarstjórn, tekið að sér eftirlit
nieð garðyrkjn í bænnrn og leiðbeiningar.
Ræktun var með lang-minnsta móti í bænu.m. — Garð-
yrkjuráðunaufcurinn (sjá ofar), er mættur var á fundinum,
ræddi um þörf bæjarbúa fyrir dráttarvél, og flutti svohlj. til-
lögu um það mál, er sarnþ. var með öllum greiddum atkv.:
„Fundurinn felur stjórn félagsins að atbuga í samráði við
bæjarstjórn möguleika fyrir því, að keypt verði beltis-
dráttarvél með jarðvinnsluverkfærum, sem síðan verði leigð
til vinnslu fyrir bæjarbúa gegn hæfilegu gjaldi.“
Útaf samþykkt þessari fal stjórnin Árna Jóhannssyni
stjórnarnefndarmanni að hreyfa þessu rnáli við jarðeigná-
nefnd bæjarins og athuga um þörf slíkrar vélar og möguleika
um kaup, ef tiltækilegt þætti og líkindi teldust til, að rekst-
ur hennar gæti borið sig.
Aðalfundur 1945 samþ. að fela stjórn félagsins að annast
undifbúning 50 ára afmælis félagsins vorið 1946, og skyldi
stjórnin velja 2 menn sér til aðstoðar að skrá sögu þess.
Stjórnin tilnefndi þrjá menn í þessu skyni á fundi sínurn
20. april 1945, þá Brynleif Tobiasson, Ólaf Jónsson og
Steindór Steindórsson. Á aðalfundi 13. desbr. 1945 var á-
kveðið að láta sernja yfirlitssögu félagsins og fá hana prent-
aða í ársriti Ræktunarfélags Norðurlands. Var samþ. að fara
þess á leit við Brynleif Tobiasson að vinna ásamt formanni
félagsins að samning afmælisritsins.
Á aðalfundi 1946 — 31. marz — var ræfct um skiptingu fé-
lagsins í tvær sjálfstæðar deildir, Jarðræktarfélág Akureyrar
og Akureyrardeild Ræktunarfélags Norðurlands. — For-
maður skýrði frá þeim undirbúningi, sem stjórnin hefði
haft um þetta mál, og las upp frumvörp til laga, er hún
liafði samið fyrir báðar þessar deildir.
Það kom í ljós í umræðum, að fundurinn var meðmæltur
skiptingunni.
Málið var afgreitt með svohljóðandi tillögu: „Fundurinn
felur stjórn Jarðræktarfélags Akureyrar að undirbúa fyrir