Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1944, Síða 185
189
næsta aðalfund skiptingu Jarðræktarfélags Akureyrar í tvær
sjálfstæðar deildir, og leggja fram nauðsynlegar lagabreyting-
ar, sem til þess þarf, og felur stjórninni að skipa 2 menn
sér til aðstoðar.“
Afmælisfagnaður ákveðinn 5. maí, á 50 ára afmæli fé-
lagsins.
Yfirlit.
Jarðræktarfélag Akureyrar hefir unnið margþætt starf á
þeirri hálfu öld, sem liðin er frá stofnun þess. Það er ekki
hægt að segja, að það sé jafnoki inna beztu búnaðarfélaga í
landinu, enda ólíkt á komið með því og þeim, þar sem allir
stunda jarðyrkju á félagssvæðinu. En enginn vafi er á því,
að félagið hefir talsvert greitt fyrir jarðrækt og garðyrkju
meðal Akureyrarbúa. Það hefir útvegað verkfæri bæði til
kaups og lánað félögum sínum þau, pantað litsæði og varð-
veitt lianda félagsmönnum sínum, einnig fræ. — Félagið hefir
löngum starfað í skjóli Ræktunarfélags Norðurlands, og má
vafalaust telja, að sambandið við það hafi styrkt Jarðræktar-
félagið mikið og örvað til framtaks.
Auk þess hefir Jarðræktarfélagið verið liður í lieildar-
búnaðarfélagsskap landsmanna.
Má án efa þakka félaginu, að nokkru leyti, hve mikinn
vöxt og viðgang landbúnaðurinn hefir alténd á næstliðn-
um 50 árum átt í Akureyrarbæ. Túnrækt og kvikfjárhald
hefir veitt mörgum hér mikla hjálp til lífsafkotnu og ekki
síður garðyrkjan, sem Akureyri lengi vel var annáluð fyrir.
Hér með fylgir jarðabótaskýrsla fyrir Akureyri frá 1896—
1945 incl. — Það eru einkum fjögur eftirtektarverð atriði,
sem vert er að minnast á í sambandi vdð þessa allsherjar-
skýrslu. í fyrsta lagi vekur það athygli, hve fáir menn það
eru, sem standa að jarðabótunum. Jarðabótamennirnir
komast htest í 42 í öllum bænum. Það var 1925. Þar næst
er tala þeirra 41 árið 1931. Lægst komast þeir niður í 10 og
9.