Réttur - 01.01.1958, Qupperneq 3
RÉTTDH
3
herveldi auðvaldsins, svo sem Þýzkaland, Ítaiía og Japan, mynduðu
undir forysm Hitlers sitt Andkommúnistabandalag til þess að upp-
ræta marxismann af jarðríki að fullu og öllu og háðu til þess
heila heimsstyrjöld. Það var þeirra fasismi, er féll, ekki kenning
alþýðunnar. Atlantshafsbandalagið langar til að feta í þau fót-
spor, en — sporin hræða.
Engin bönn hafa megnað að kveða marxismann niður, engin
rangfærsla að umhverfa honum, engin bókstafstrú að drepa anda
hans, — af því hann er það andlega vopn vinnandi stéttanna, er
þær ætíð fægja að nýju, er á það fellur, — af því hann er sú
vísindagrein, er mennirnir ætíð munu endurnýja, við hverjar að-
stæður sem skapast.
Marxisminn er útbreiddaii en nokkur trúarbrögð, nokkur siða-
lærdómur, stjórnmálastefna eða heimspekikenning áður hefur
verið. Marxisminn á sér fylgjendur í öllum löndum jarðar, þótt
í helmingi allra þjóðlanda verði þeir að starfa í banni laga, sæta
ofsóknum afturhalds og auðvalds.
En með þriðjungi mannkynsins, þjóðum Sovétríkjanna, Kína og
alþýðulýðvelda Austur-Evrópu er marxisminn eigi aðeins hin stríð-
andi kenning eins og í auðvaldsheiminum, heldur og hin sigrandi
stefna. Þar er nú vísiudakenningum marxismans beitt til að byggja
upp þjóðfélag sósíalismans, — og svo sem ætíð er, þegar vísindi
eru hagnýtt í fyrsta sinn, verður að „prófa sig áfram". Sumar til-
raunir mistakast. Menn læra af mistökunum, reyna aftur og aftur,
unz allt tekst vel. Og nú þegar hafa menn þar eystra eigi aðeins
umskapað frumstæðustu lönd Rússakeisara í sósíalistisk stóriðju-
lönd með vísindamætti marxismans, heldur hyggja og á að um-
bylta náttúruskilyrðunum sjálfum með samtvinnun á tæknimætti
nútímans og þjóðfélagsgrundvelli sameignarinnar.
Slík kraftaverk sanna bezt kyngimagn kenninga þeirra, er gera
þau möguleg. Hitt þarf engan að undra, er þekkir mannlegt eðli,
að hin rismikla byltiiigarkenning marxismans muni víða í slíkum
löndum missa nokkuð, ef þjappa á henni saman í skólakver. Það
veit hver, sem lært hefur kristindómskverin að fátt er öruggara en
þau til að fela þann neista, sem beztur er í kenningum Krists, enda
reynzt mörgum nægilegt til að týna honum um alla ævi. Það