Réttur - 01.01.1958, Page 12
12
RÉTTBJ!
1905. Og ef þú staldrar við og horfir á börnin sem leika sér á
sandbornum stígum trjágarðsins muntu einnig sjá þau leggja blóm
að fótstalli súlunnar.
LÍSA UPPFYLLIR SÍÐUSTU ÓSK BRÓÐUR SÍNS.
Skömmu eftir heimsókn Lísu sendi Lenín eftir tveimur ungum
bolsévikum: Viktor Taratuta og Jelenu Kravtsjenkó. Hann skýrði
þeim frá að systir Schmitts hefði komið í þeim erindum að biðja
aðstoðar og hjálpar til að geta framkvæmt síðasta vilja bróður
síns. En erfiðleikinn, sem við var að etja, var sá að peningarnir
voru fastir í fyrirtæki frænda hennar Morozovs, hins auðuga verk-
smiðjueiganda.
Hugsið þið nú málið vandlega, sagði Lenín, og reynið að finna
einhverja leið svo Lísa geti náð peningunum án þess að grun-
semdir vakni. Og sjáið þar að auki til þess að einhver skynsöm
stúlka kynnist henni svo hún verði ekki allt of einmana, og Lenín
horfði um leið brosandi framan í Telenu.
l>au Jelena og Viktor fóru strax þangað sem Lísa bjó og sögðu
henni að þau kæmu frá Lenín. Hún varð ákaflega glöð og Jeizt
undireins vel á þessa nýju vini sína.
Og nú var farið að brjóta heilann um hvað gera skyldi. Þau
komu sér saman um að Lísa skyldi skrifa frænda sínum og segja
að hún hefði ákveðið að dveljast erlendis og að hana langaði mikið
til að sjá Rómaborg og París og mundi því þurfa á miklum pen-
ingum að halda og hún vildi því biðja hann að leysa út fjárhæð
bróður síns, allt sem honum bæri.
En svarið sem kom varð þeim mikil vonbrigði.
„Lísa mín kær, vertu ekki að neinni heimskn. láttu peningana
standa þar sem þeir eru. Þú færð hvergi aðra eins vexti af höfuð-
stól þínum. Af hverri rúblu færðu 70 kópeka, þú getur lifað við
öll hugsanleg lífsins þægindi, ferðazt um Evrópu, keypt þér allt
sem þú hefur löngun til. Eg sendi þér fimm til tíu þúsund mán-
aðarlega eða það sem þú þarfnast."
Hvað átti nú til bragðs að taka? Það var farið til Leníns.
Viktor Ias bréfið upphátt. Lenín stóð á fætur og gekk um gólf