Réttur - 01.01.1958, Síða 15
RÉTTUE
15
Langur tírai leið þangað til nokkuð heyrðist frá frænda hennar,
en loksins kom bréf: Kæra systurdótrir. Eg vissi það alltaf að þú
mundir verða prýði ættarinnar. Sendu umboðsmann þinn eftir pen-
ingunum:
Umboðsmaðurinn var Sergei Sjesternín, sem einnig var bolsé-
víki. Þegar búið var að ganga löglega frá öllu, yfirfærði Sjesernín
190.000 rúblur í banka í París.
Sjesrernín var einnig trúað fyrir öðru verkefni, að ógilda hið
málamyndar hjónaband. Hann varð að mæta fyrir kirkjudómstóli
og leggja fram ástæðu fyrir því hversvegna hjónin gátu ekki búið
saman. Loks eftir mikið þóf og málaflækjur ógilti hið heilaga
kirkjuþing giftinguna, bannfærði Ignatjev sem hinn seka máls-
aðila og fyrirbauð honum að ganga í hjónaband næstu sjö árin.
Það var ekki eingöngu giftingin í París, sem sýndi tengsl Igna-
tjevs við flokkinn. Hann tók þátt í bolsévískri leynistarfsemi sem
hafði það verk með höndum að smygla inn vopnum erlendis frá.
I þessum hópi voru einnig konur: María Súllímova sem gekk undir
nafninu, Magda, Olga Kanina eða Olga, og var Ignatjev ástfang-
inn af henni — og svo hin dökkeygða Sonja, kona byltingamanns-
ins Sagredó. Olga var af göfugum ættum, en vann af einlægum
hug í þágu byltingarinnar. Það var ekki auðvelt fyrir unga stúlku,
sem var alin upp í sönnum „guðsótta" að tileinka sér hinar bylt-
ingarsinnuðu hugsjónir verkalýðsins, en þær gagntóku hana og
hetjuljóxni baráttunnar glæddi lifandi ímyndunarafl hennar.
Meðal baráttufélaganna varð hamingjan einnig á vegi hennar
sjálfrar, því að á sínum tíma giftust þau Olga og Alexander.
SNÚIÐ HEIM.
Allur Schmitt-auðurinn gekk til bolsévíkaflokksins og stuðlaði
að því að hægt var að setja fjölda prentsmiðja á laggirnar og
senda bolsévíska útlaga heim til Rússlands til að starfa í leyni-
hreyfingu flokksins.
Taratuta fjölskyldan (Viktor og Lísa voru gift fyrir löngu) lifði
við mjög þröngan kost og varð að þola erfiðleika ýmiskonar og
fátækt eins og títt er um þá, sem 1 ífa í útlegð frá ættjörð sinni.