Réttur


Réttur - 01.01.1958, Page 18

Réttur - 01.01.1958, Page 18
18 R É T T U R lausn bankamálanna til tryggingar viturlegri stjórn fjárfestingar í landinu. Það hafði hindrað allar aðgerðir í hernámsmálunum. Það hafði notið til þessa styrks frá hægri mönnum Alþýðuflokks- ins. Og það hafði með offorsi knúð það fram að viðlögðum stjórn- arslitum að vikið yrði frá verðstöðvunarstefnu Alþýðubandalags- ins. — Og afturhaldið í Framsókn var hvað eftir annað varað við afleiðingunum, er það tróð þessar hættulegu slóðir óbilgirninnar. Sú tilraun að flokkar, sem styðjast við verkamenn og bændur, reyni að stjórna Islandi hefur ekki mistekizt. En afturhalds- og auðvaldsöfl í Framsókn brugðu fyrst fæti fyrir mörg góð mál og rufu svo stjórnarsamvinnuna tilefnislaust með ósvífnum kröf- um. Vinstri stjórninni hafði verið fagnað um iand allt af vinnandi stéttum og samtökum þeirra. Þeir menn, sem slitið hafa nú þessari stjórnarsamvinnu, þegar hún loks hafði verið mynduð og hafði pólitískan meirihluta þings og þjóðar að baki sér, hafa tekið á sig þunga ábyrgð. Vinnandi stéttirnar, sem skapað höfðu möguieik- ana tii þessarar stjórnarmyndunar og ætluðust til þess að þeir væru notaðir til fulls, munu draga þá stjórnmálaforingja tii ábyrgðar, er þessu valda. Framsóknarflokkurinn verður að svara til sakar frammi fyrir alþýðu landsins fyrir þetta stjórnarrof, sem stofnar í hættu og jafnvel eyðileggur árangur af langri og erfiðri baráttu fyrir samstarfi vinnandi stétta og vinstri flokka í landinu. Vinnandi stéttir Islands og íslenzkir þjóðfrelsissinnar munu aftur reyna að stjórna Islandi og gera betur en nú var gert. En til þess að skapa á ný forsendur fyrir vinstri samstjórn vinnandi stétta, þarf að læra af því, sem nú hefur gerzt og gera sakirnar upp við þá, sem rufu stjórnarsamstarfið og eyðilögðu með afsögn- inni 4. des. 1958 þá vinstri stjórn, er mynduð var 24. júlí 1956. Framsóknarflokkurinn hafði heitið því í þeim sáttmála, er gerð- ur var við stjórnarmyndunina, að „leysa efnahagsmálin í náinni samvinnu við stéttasamtök vinnandi fólks" og „tryggja atvinnu og kaupmátt tekna". Þessi samningur og stjórnarsamstarfið var rofið af hálfu Framsóknarflokksins með því að heimta það um mán- aðamótin nóv.—desember 1958 að verkalýðurinn samþykkti um- svifalaust um 8% lækkun á launum sínum með bótalausri út-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.