Réttur - 01.01.1958, Síða 18
18
R É T T U R
lausn bankamálanna til tryggingar viturlegri stjórn fjárfestingar
í landinu. Það hafði hindrað allar aðgerðir í hernámsmálunum.
Það hafði notið til þessa styrks frá hægri mönnum Alþýðuflokks-
ins. Og það hafði með offorsi knúð það fram að viðlögðum stjórn-
arslitum að vikið yrði frá verðstöðvunarstefnu Alþýðubandalags-
ins. — Og afturhaldið í Framsókn var hvað eftir annað varað við
afleiðingunum, er það tróð þessar hættulegu slóðir óbilgirninnar.
Sú tilraun að flokkar, sem styðjast við verkamenn og bændur,
reyni að stjórna Islandi hefur ekki mistekizt. En afturhalds- og
auðvaldsöfl í Framsókn brugðu fyrst fæti fyrir mörg góð mál
og rufu svo stjórnarsamvinnuna tilefnislaust með ósvífnum kröf-
um.
Vinstri stjórninni hafði verið fagnað um iand allt af vinnandi
stéttum og samtökum þeirra. Þeir menn, sem slitið hafa nú þessari
stjórnarsamvinnu, þegar hún loks hafði verið mynduð og hafði
pólitískan meirihluta þings og þjóðar að baki sér, hafa tekið á sig
þunga ábyrgð. Vinnandi stéttirnar, sem skapað höfðu möguieik-
ana tii þessarar stjórnarmyndunar og ætluðust til þess að þeir
væru notaðir til fulls, munu draga þá stjórnmálaforingja tii
ábyrgðar, er þessu valda. Framsóknarflokkurinn verður að svara
til sakar frammi fyrir alþýðu landsins fyrir þetta stjórnarrof, sem
stofnar í hættu og jafnvel eyðileggur árangur af langri og erfiðri
baráttu fyrir samstarfi vinnandi stétta og vinstri flokka í landinu.
Vinnandi stéttir Islands og íslenzkir þjóðfrelsissinnar munu
aftur reyna að stjórna Islandi og gera betur en nú var gert. En
til þess að skapa á ný forsendur fyrir vinstri samstjórn vinnandi
stétta, þarf að læra af því, sem nú hefur gerzt og gera sakirnar
upp við þá, sem rufu stjórnarsamstarfið og eyðilögðu með afsögn-
inni 4. des. 1958 þá vinstri stjórn, er mynduð var 24. júlí 1956.
Framsóknarflokkurinn hafði heitið því í þeim sáttmála, er gerð-
ur var við stjórnarmyndunina, að „leysa efnahagsmálin í náinni
samvinnu við stéttasamtök vinnandi fólks" og „tryggja atvinnu og
kaupmátt tekna". Þessi samningur og stjórnarsamstarfið var rofið
af hálfu Framsóknarflokksins með því að heimta það um mán-
aðamótin nóv.—desember 1958 að verkalýðurinn samþykkti um-
svifalaust um 8% lækkun á launum sínum með bótalausri út-