Réttur


Réttur - 01.01.1958, Page 26

Réttur - 01.01.1958, Page 26
26 R É T T U R völd sín með atfylgi bænda, heldur en sem foringjar bændastéttar, er leiða ætm stéttina fram til öruggrar efnahagslegrar afkomu. Svo blind hefur forusta Framsóknar stundum verið í þjónustu sinni við hagsmuni auðfélaganna, að hún hefur ekki skirst við að skaða hagsmuni bænda, ef .hún hefur aðeins getað komið bví við að lækka Iaun verkamanna. Þegar t. d. gengislækkunin var framkvæmd af Framsókn og Ihaldi í sameiningu 20. marz 1950, þá rýrnuðu ekki aðeins kjör verkamanna stórum, heldur versnaði og hagur bænda. Það reyndist t. d. svo að í tæp þrjú ár óx mjóllc- urneysla í Reykjavík ekki, þrátt fyrir aukna íbúatölu, vegna þess að verkamenn urðu að spara við sig mjólk sökum kauplækkunar, atvinnuleysis og dýrtíðar, sem helmingaskiptastjórn íhalds og Framsóknar hafði Ieitt yfir þá. 1950 var sala nýmjólkur frá Mjólkurstöðinni í Reykjavík 1471 þús. lítrar í marzmánuði, en alla aðra mánuði þess árs var hún minni, líka í október, nóvember og desember, en þá er hún venjulega mest á ári hverju. Árið 1951 var nýmjólkursalan í marz 1394 þús. lítrar, og allt árið 1951 var nýmjólkursala 15342 þús. Iítrar móti 15762 þús lítrar 1950. Árið 1952 var nýmjólk- ursalan í marz 1409 þús. lítrar, en alla aðra mánuði ársins var hún minni og heildarsala ársins var aðeins 14.822 þús. lítrar. En eftir verkfallið í desember 1952 fer Ioks að batna fyrir bænd- um að selja nýmjólk sína. I marz 1953 er salan 1.515 þús. lítrar og heildarsala ársins 17.224 bús. lítrar. — Verkamenn höfðu með vetrarverkfallinu mikla bætt kjör sín og gátu nú keypt mjólk í ríkara mæli. Nokkrum afleiðingum kúgunarráðstafana „helminga- skiptastjórnar" fhalds og Framsóknar hafði verið hrundið með verkfalli verkamanna til hagsbóta fyrir verkamenn og bændur. Þannig kom gengislækkun Framsóknar og íhalds 1950 niður á verkamönnum og bændum. En Framsóknarforingjarnir hafa ekkert lært. Þeir heimta vorið 1958 gengislækkun og þarmeð 17% kauplækkun hjá verkamönnum og sprengdu stjórnina í haust, er þeir fengu ekki 8% kauplækkun. — Það má ef til vill líka orða þetta þannig, að eins og afturhaldinu í Framsókn tókst að knýja fram þá auðvaldspólitík 1950 að lækka gengið og rýra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.