Réttur - 01.01.1958, Qupperneq 26
26
R É T T U R
völd sín með atfylgi bænda, heldur en sem foringjar bændastéttar,
er leiða ætm stéttina fram til öruggrar efnahagslegrar afkomu.
Svo blind hefur forusta Framsóknar stundum verið í þjónustu
sinni við hagsmuni auðfélaganna, að hún hefur ekki skirst við
að skaða hagsmuni bænda, ef .hún hefur aðeins getað komið bví
við að lækka Iaun verkamanna. Þegar t. d. gengislækkunin var
framkvæmd af Framsókn og Ihaldi í sameiningu 20. marz 1950,
þá rýrnuðu ekki aðeins kjör verkamanna stórum, heldur versnaði
og hagur bænda. Það reyndist t. d. svo að í tæp þrjú ár óx mjóllc-
urneysla í Reykjavík ekki, þrátt fyrir aukna íbúatölu, vegna þess
að verkamenn urðu að spara við sig mjólk sökum kauplækkunar,
atvinnuleysis og dýrtíðar, sem helmingaskiptastjórn íhalds og
Framsóknar hafði Ieitt yfir þá.
1950 var sala nýmjólkur frá Mjólkurstöðinni í Reykjavík
1471 þús. lítrar í marzmánuði, en alla aðra mánuði þess árs var
hún minni, líka í október, nóvember og desember, en þá er hún
venjulega mest á ári hverju. Árið 1951 var nýmjólkursalan í
marz 1394 þús. lítrar, og allt árið 1951 var nýmjólkursala 15342
þús. Iítrar móti 15762 þús lítrar 1950. Árið 1952 var nýmjólk-
ursalan í marz 1409 þús. lítrar, en alla aðra mánuði ársins var
hún minni og heildarsala ársins var aðeins 14.822 þús. lítrar.
En eftir verkfallið í desember 1952 fer Ioks að batna fyrir bænd-
um að selja nýmjólk sína. I marz 1953 er salan 1.515 þús. lítrar
og heildarsala ársins 17.224 bús. lítrar. — Verkamenn höfðu með
vetrarverkfallinu mikla bætt kjör sín og gátu nú keypt mjólk í
ríkara mæli. Nokkrum afleiðingum kúgunarráðstafana „helminga-
skiptastjórnar" fhalds og Framsóknar hafði verið hrundið með
verkfalli verkamanna til hagsbóta fyrir verkamenn og bændur.
Þannig kom gengislækkun Framsóknar og íhalds 1950 niður
á verkamönnum og bændum. En Framsóknarforingjarnir hafa
ekkert lært. Þeir heimta vorið 1958 gengislækkun og þarmeð
17% kauplækkun hjá verkamönnum og sprengdu stjórnina í
haust, er þeir fengu ekki 8% kauplækkun. — Það má ef til vill
líka orða þetta þannig, að eins og afturhaldinu í Framsókn tókst
að knýja fram þá auðvaldspólitík 1950 að lækka gengið og rýra