Réttur


Réttur - 01.01.1958, Side 28

Réttur - 01.01.1958, Side 28
28 RÍTTUB eftir hinn mikla sigur þess flokks 1934 tóku einmitt upp barátt- una við Framsókn um það að fá að ráða því að rekin væri vinstri stefna, en það strandaði að lokum á óbilgirni og ofríki Fram- sóknar og Iinkind hægri manna Alþýðuflokksins. Það var engin tilviljun að einhver ýtarlegustu reikningsskil, sem fram fara í Iöngum pólitískum greinaflokkum á fjórða tugi aldarinnar, eru einmitt „uppgjör" okkar Héðins Valdimarssonar hvors um sig við Jónas frá Hriflu, foringja Framsóknar, — það eru greinar mínar í „Rétti" 1933—’37 og svo bók Héðins „Skuldaskil Tónasar Jónssonar við sósíalismann" 1938. Sósíalistiskur verkalýður Islands hefur alltaf vitað að Sjálf- stæðisflokkurinn var höfuðandstæðingur hans, af því hann var höfuðflokkur auðvaldsins í landinu og við hann stóð því stétta- baráttan fyrst og fremst. Sósíalistískur verkalýður Islands gat samið við þann andstæðing heiðarlegt vopnahlé í stéttabaráttunni, ef þjóðarhagsmunir kröfðust. Hann gat gert við hann samkomu- lag um mikil mál, sem bæði komu verkalýð og framsækinni borgarastétt að gagni: nýsköpun atvinnulífs, lýðræðislega kjör- dæmaskipun o. s. frv. — En stéttabaráttan sér um vatnaskilin á landamærum þessara stétta og flokka. Öðru máli gegnir um Framsókn. Þar er flokkur, sem er skap- aður sem flokkur fátækra vinnandi bænda og fylkir sér upphaf- lega um hugsjónir samvinnustefnunnar í þjóðfélaginu. Fylgjend- ur slíks flokks og áhangendur slíkrar stefnu eiga heima við hlið verkamanna. Þessvegna verður íslenzk verkalýðshreyfing að berj- ast fyrir því að bændur og samvinnumenn fylki sér við hlið verka- manna í lífsþaráttunni, stjórnmálabaráttunni. Og þegar forustu- menn Framsóknar beita flokknum öðruvísi, gegn verkalýðnum, gegn alþýðunni, — þá eru þeir að vinna gegn hagsmunum og hug- sjónum þeirra bænda og samvinnumanna, er fylgja Framsókn. Forustumenn Framsóknar hafa aldrei litið á verkalýðsflokk- ana sem jafnoka sína. Þeir hafa alltaf krafizt þess að þeir beygðu sig fyrir þeim. I vinstri stjórninni 1956—’58 var það áberandi, hve sjálfsagt afmrhaldið í Framsókn áleit það að Alþýðuflokk- urinn beygði sig og fylgdi Framsókn í einu og öllu. Og þegar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.