Réttur - 01.01.1958, Page 28
28
RÍTTUB
eftir hinn mikla sigur þess flokks 1934 tóku einmitt upp barátt-
una við Framsókn um það að fá að ráða því að rekin væri vinstri
stefna, en það strandaði að lokum á óbilgirni og ofríki Fram-
sóknar og Iinkind hægri manna Alþýðuflokksins.
Það var engin tilviljun að einhver ýtarlegustu reikningsskil,
sem fram fara í Iöngum pólitískum greinaflokkum á fjórða tugi
aldarinnar, eru einmitt „uppgjör" okkar Héðins Valdimarssonar
hvors um sig við Jónas frá Hriflu, foringja Framsóknar, —
það eru greinar mínar í „Rétti" 1933—’37 og svo bók Héðins
„Skuldaskil Tónasar Jónssonar við sósíalismann" 1938.
Sósíalistiskur verkalýður Islands hefur alltaf vitað að Sjálf-
stæðisflokkurinn var höfuðandstæðingur hans, af því hann var
höfuðflokkur auðvaldsins í landinu og við hann stóð því stétta-
baráttan fyrst og fremst. Sósíalistískur verkalýður Islands gat
samið við þann andstæðing heiðarlegt vopnahlé í stéttabaráttunni,
ef þjóðarhagsmunir kröfðust. Hann gat gert við hann samkomu-
lag um mikil mál, sem bæði komu verkalýð og framsækinni
borgarastétt að gagni: nýsköpun atvinnulífs, lýðræðislega kjör-
dæmaskipun o. s. frv. — En stéttabaráttan sér um vatnaskilin
á landamærum þessara stétta og flokka.
Öðru máli gegnir um Framsókn. Þar er flokkur, sem er skap-
aður sem flokkur fátækra vinnandi bænda og fylkir sér upphaf-
lega um hugsjónir samvinnustefnunnar í þjóðfélaginu. Fylgjend-
ur slíks flokks og áhangendur slíkrar stefnu eiga heima við hlið
verkamanna. Þessvegna verður íslenzk verkalýðshreyfing að berj-
ast fyrir því að bændur og samvinnumenn fylki sér við hlið verka-
manna í lífsþaráttunni, stjórnmálabaráttunni. Og þegar forustu-
menn Framsóknar beita flokknum öðruvísi, gegn verkalýðnum,
gegn alþýðunni, — þá eru þeir að vinna gegn hagsmunum og hug-
sjónum þeirra bænda og samvinnumanna, er fylgja Framsókn.
Forustumenn Framsóknar hafa aldrei litið á verkalýðsflokk-
ana sem jafnoka sína. Þeir hafa alltaf krafizt þess að þeir beygðu
sig fyrir þeim. I vinstri stjórninni 1956—’58 var það áberandi,
hve sjálfsagt afmrhaldið í Framsókn áleit það að Alþýðuflokk-
urinn beygði sig og fylgdi Framsókn í einu og öllu. Og þegar