Réttur - 01.01.1958, Síða 29
R É T T U B
29
þeir fundu að Alþýðubandalagið lét ekki fara þannig með sig,
þá fór svo að lokum að Framsókn sleit stjórnarsamvinnunni á þeim
forsendum að Alþýðubandalagið dirfðist að vilja annað en hún.
Það er eftirtektarvert og lærdómsríkt að þegar fulltrúar Stétt-
arsambands bænda og fulltrúar Alþýðusambands Islands, —
bændur og verkamenn —, mætast til að ræða um og semja um
mál stétta sinna, þá meðhöndla þeir alltaf hvor annan sem jafn-
ingja. En Framsóknarforustan kemur alltaf fram gagnvart verka-
lýðsflokkunum sem herrann, er vill ráða. Og fái hún það ekki,
þá er vægðarlaus, ósvífinn pólitískur áróður hafður í frammi og
svo hótanir um stjórnarslit og svo slitið að lokum, ef þessir höfð-
ingjar ekki fá allt sitt fram hjá fulltrúum alþýðunnar.
Það er þetta háttalag, sem fólkið í Framsókn þarf að venja
forustumenn sína af, ef Framsóknarflokkurinn ætlar einhverntíma
að starfa til frambúðar í vinstri samvinnu — eða breyta um
foringja ella.
Verkalýður Islands mun ekki beygja sig undir forustu Fram-
sóknarhöfðingjanna og afturhaldspólitík þá, er þeir reyna að
knýja fram.
Fyrir verkalýð íslands hefur nú í áratugi legið það vandamál
hvort hann eigi að beygja sig undir borgaralega forustu, einmitt
Framsóknar og þeirra, er henni hafa hlýtt, — eða hvort hann eigi
að skapa sér sína eigin sósíalistísku forustu.
Og hann hefur skapað sér sinn Sósíalistaflokk, til forustu á
leið verkalýðsins til sósíalismans, og hann hefur nú skapað sér
kosningasamtök, Alþýðubandalagið, til þess að sameina alla al-
þýðu um hagsmuni sína nú og um þjóðfrelsismálið.
Verkalýður Islands hefur neitað að láta innlima sig í valda-
kerfi Framsóknar. Hann hefur skapað sér sitt eigið valdakerfi, hið
faglega og hið pólitíska.
Afturhaldið í Framsókn hefur nú þrisvar sinnum á þrjátíu
árum sundrað vinstri samvinnu við verkalýðinn á Islandi, af því
Framsóknarvaldið kunni sér ekki hóf, tók ekki tillit til verka-
lýðshreyfingarinnar, hvorki hagsmuna hennar né pólitískra stefnu-
mála. Framsókn sundraði samstarfinu 1930—’31. Framsókn