Réttur - 01.01.1958, Qupperneq 64
64
EÉTTBR
unartímanum. Það hefði orðið íslenzku atvinnulífi dýrt,
ef þeir íhaldssömu togaraeigendur hefðu fengið að ráða,
sem vildu vorið 1945 bíða í 1% ár með að festa kaup á
togurum, í trú á að allt félli í verði, og kaupa þá helzt
kolatogara. Það varð íslenzku atvinnulífi þá til heilla að
sósíalistísk verklýðshreyfing Islands og framsýnustu
mennirnir af fulltrúum atvinnurekenda höfðu tekið hönd-
um saman, fóru af djörfung og stórhug nýjar leiðir í at-
vinnumálum og lögðu þar með þann grundvöll að fram-
leiðslulífi þjóðarinnar, sem enn er hornsteinn þess.
íslenzkir atvinnurekendur og íslenzk útgerð var að
koðna niður á áratug kreppunnar 1930—40. Hin voldugu
auðvaldsríki, með Bretland í broddi fylkingar, veltu eftir
mætti afleiðingum kreppunnar miklu yfir á smáþjóðirnar,
létu öldur hennar allt að því kaffæra þær. Fiskimannaríkið
Nýfundnaland fékk þá að finna fyrir því — og hefur ekki
borið barr sitt síðan.
Þessi auðvaldsríki myndu gera hið sama í dag, ef þau
gætu. En Island er nú að reyna að byggja sér múr gegn
þessum holskeflum heimskreppunnar: skipulagða utanrík-
isverzlun, er hagnýtir Islandi og Islendingum til góðs við-
skiptin jafnt við heimsmarkað auðvaldsins sem við heims-
markað sósíalismans. Og þó þessi múr sé ófullkominn
enn og gallaður mjög, þá hefur hann þó reynzt slík vernd
íslenzkri þjóð, að undanfarin ár hefur vart verið atvinnu-
leysi hér á landi, meðan það hefur stóraukizt í auðvalds-
löndunum í kringum okkur. — Og ef farið verður að ráði
verklýðshreyfingarinnar og Sósíalistaflokksins ,þá verður
slíkur varnarmúr Islendinga gegn kreppum og atvinnuleysi
auðvaldsheimsins styrktur og endurbættur, en ekki brotinn
niður, eins og stefnuyfirlýsing Sjálfstæðisflokksins leggur
til, — m. ö. orðum: í stað neikvæðu haftanna komi skap-
andi og virkt skipulag utanríkisverzlunar Islendinga.
En af hverju óttast ýmsir atvinnurekendur slíkt skipu-
lag, sem þó hefur fært þeim og þjóðinni allri mikla björg
í bú?