Réttur - 01.01.1958, Page 72
72
R É T T U R
ings á Islandi og gera Seðlabankann að viljalausu verkfæri
sínu til kaupkúgunar. Það heimtar líka að dregnar séu
lokur frá dyrum, til þess að erlent auðvald vilji í náð sinni
lúta svo lágt að blessa einnig Islendinga með arðráni sínu
og láta sér ekki næga Kúbu eða Kenya, Venezuela eða
Algier, Guatemala eða Arabíulönd.
Birgir Kjaran, túlkari ,,viðreisnar“-stefnu Sjálfstæðis-
flokksins á landsfundi hans, skýrði með þessum orðum
hvað gera þyrfti í þeim efnum, — fyrir utan ,,frjálsa“
gengisskráningu Seðlabankans:
„En til þess að fá erlent fjármagn inn í landið, svo að
auðið yrði að byggja upp nýjan, heilbrigðan atvinnurekst-
ur, þyrfti auðvitað í fyrsta lagi að hafa verið komið á í
landinu jafnvægisbúskap með eðlilegri gengisskráningu.
Þá þyrfti að gera nauðsynlegar breytingar á félagalöggjöf
landsins og að síðustu, en ekki þó síst að endurskoða
skattalöggjöf landsins og gera hana þannig úr garði, að
fyrirtækjum væri gert kleift að eignast hæfilega sjóði og
skila hagnaði, að öðrum kosti myndu innlendir sem erlendir
menn ekki vilja hætta f jármunum sínum til þess að stofn-
setja eða reka ný stórfyrirtæki á Islandi". (Mgbl. 20. marz
1959).
Það á með öðrum orðum að gerbylta félaga- og skatta-
löggjöf á Islandi, til þess að gera ísland hæft til að gerast
nýlenda á ný, — gera Islendinga arðránshæfa, — gera
Fjallkonuna þannig úr garði að auðmenn utan lands og
innan girnast hana sem ambátt í hagnaðarskyni. •— Það
á að kasta fyrir borð því sjónarmiði að atvinnurekstur Is-
lendinga sé rekinn með það fyrir augum að landsmenn geti
lifað af honum og lifað sem bezt, — og beygja allt atvinnu-
líf undir eitt lögmál: að þjóna hagnaðarvon einstakra auð-
manna, erlendra og innlendra.
Sú braskarastétt, sem hygst klófesta eigur þjóðarinnar,
ætlar sér að fá voldugan bandamenn inn í landið til þess að
drottna yfir þeim balstýruga verkalýð, sem hagnast skal
á, — erlent auðvald: amerískt, vestur-þýzkt eða annað,