Réttur - 01.01.1958, Page 78
78
R É T T U R
stefnu, sem sá flokkur nú boðar í flokksyfirlýsingu sinni
frá 19. desember. Fyrsta skrefið af þrem óheillasporum,
sem fyrirhuguð eru, er þegar stigið.
Þjóðin verður sjálf að taka í taumana, ef ekki á illa að
fara. Ella vofir það yfir að aftur sé eyðilögð að meiru eða
minna leyti 10 ár, sem hefðu getað orðið ár stórstígra
framfara og samstilltra átaka framfaraafla þjóðarinnar
samkvæmt leiðbeiningum verklýðshreyfingarinnar, en
verða að áratugi atvinnuleysis og kreppu, og máske enn
meiri niðurlægjandi hernámsvinnu, en hingað til hefur
þekkzt.
Nú á árinu 1959 verður að byrja þar sem var frá horfið
1946—47, er amerískt auðvald greip inn í íslenzk stjórn-
mál til þess að reyna að gera Islendinga efnahagslega háða
sér, en brjóta niður efnahagslegt sjálfstæði vort.
Sósíalistaflokkurinn hafði 1944 knúið fram nýsköpunar-
stefnuna ,fyrstu ráðstafanir samkvæmt fyrirfram gerðri
áætlun um efnahagsþróun íslands. Sósíalistaflokkurinn
hafði 1946—47 lagt fram drögin að næstu 10 ára áætlun-
arframkvæmdum, sem amerískt auðvald og íslenzkt aftur-
hald í hernámsflokkunum þremur eyðilagði.
Nú hefur Alþýðubandalagið mótað tillögur sínar um
áætlunarráð með frumvarpi, er ég lagði fram á yfirstand-
andi Alþingi.*
En hvort heldur sem er heildarstjórn á fjárfestingunni
* Meginatriði frumvarpsins og greinargerð hljóða svo:
Frumvarp til laga um áætlunarráð ríkisins. Flm.: Einar Olgeirss.
1. gr. Ríkisstjórnin skipar fjögurra manna nefnd, er nefnist
áætlunarráð ríkisins.
2. gr. Hlutverk ráðsins er að semja heildaráætlanir um þjóðar-
búskap íslendinga, er gerðar skulu í samráði við ríkisstjórn.
Aætlanir þessar skulu vera tvenns konar:
1. Heildaráætlanir um þróun atvinnulífsins og fjárfestingu
þjóðarinnar fyrir 5—10 ára tímabil.
2. Áætlanir um eitt ár í senn um allan þjóðarbúskapinn.
3. gr. Heildaráætlanir þær, sem um ræðir í 1. tölulið 2. gr.,
skulu miðaðar við eftirfarandi: