Réttur - 01.01.1958, Side 85
EÉTTUR
85
til þess að hægt verði að bæta kjör alþýðunnar, telur þingið, að
eftirfarandi sé nauðsynlegt:
1. Tekin verði upp heildarstjórn á þjóðarbúskapnum, þannig
að gerðar verði heildaráætlanir um þróun þjóðarbúskaparins,
bæði fyrir eitt ár í senn og 5—10 ára tímabil.“
Vorið 1957 lagði ég til, að við endurskipulagningu bankamál-
anna yrði áætlunarbúskapur tekinn upp og stjórn seðlabankans
yrði um leið áætlunarráð. Því var ekki sinnt.
Vorið 1958 var því heitið í sambandi við þau lög, er þá voru
samþykkt um efnahagsmál, að koma á áætlunarráði. Það heit var
ekki efnt.
Vinstri stjórnin sat að völdum frá 24. júlí 1956 til 4. des. 1958.
Alþýðubandalagið og verkalýðshreyfingin höfðu lagt á það höfuð-
áherzlu að koma upp áætlunarráði, er gerði heildaráætlun um
íslenzkan þjóðarbúskap, en það fékkst ekki fram. — Nýsköpunar-
stjórnin hafði setið frá 21. okt. 1944 til 5. okt. 1946, en framkvæmt
ákvörðunina um nýbyggingarráð mánuði eftir valdatöku sína og
unnið síðan að nýsköpun atvinnulífsins þannig, að tímamótum
olli í íslandssögunni.
Nú stendur þjóð vor enn á vegamótum í atvinnusögu sinni.
Það hefur tekizt, fyrir verk Alþýðubandalagsins í vinstristjóm-
arsamvinnunni, að afnema atvinnuleysið að mestu um land allt,
eins og sakir standa nú. En til þess að tryggja atvinnu handa öll-
um íslendingum til frambúðar og það atvinnu, sem væri sem hag-
nýtust fyrir þjóðfélagið. þarf að skipuleggja fjárfestingu þjóðar-
innar í framtíðinni á grundvelli ýtarlegra rannsókna.
Af 4900 millj. kr. framleiðslutekjum þjóðarinnar er á árinu
1957 varið 1600 millj. kr. til fjárfestingar, og 700 millj. kr. fara
til rekstrar ríkis og bæja. Aðeins 2600 milj. kr. voru eftir til
neyzlu landsmanna. Það er lægra hlutfall en víðast hvar annars
staðar. Og skýrslur sýna, að fjárfestingin í hlutfalli við þjóðar-
framleiðsluna hefur farið vaxandi, en neyzla í hlutfalli við þjóð-
arframleiðslu farið farið minnkandi:
Ncyzla 1 hlutfalll v!5 ÞJóSar-
framleiðslu (elnstaklinga og 1948 1950 1951 1952 1953 1954 1955 1956 1957
stjórnarvalda) 79.3 80.6 86.0 81.7 77.4 74.0 71.6 72.9 70.4
Myndun fastra ÍJármuna í
hlutfalli við þjóðarframl. 24.3 23.9 22.6 22.9 25.8 26.9 29.1 32.0 34.3
Og hið hörmulega er, að þessi fjárfesting er tilviljanakennd og
stjórnlaus, óhugsuð og laus við að vera skipulögð frá því sjónar-
miði að bæta lífskjör þjóðarheildarinnar sem mest, með því að