Réttur - 01.01.1958, Qupperneq 90
90
BÉTTBR
Ný sókn var hafin í sveitunum. Bsendurnir voru ekki í skapi
til að bíða þolinmóðir eftir iðnaði borganna ,sem þrátt fyrir mik-
inn vöxt eftir 1949, var langt um megn að mæta hinni skyndilegu
eftirspurn. Þeir fóru sjálfir að endurbæta landbúnaðarverkfærin,
búa til nýjar og endurbættarstigdælur og vatnsleiðslur, smíðanýja
plóga og hverfi og jafnvel sínar eigin dráttarvélar og aðrar vélar
og framleiða eigin tilbúinn áburð. Þúsundir hugvitssamra og hagra
bænda smíðuðu með frumstæðum verkfærum, oftast úr tré, ýms
verkfæri og áhöld, sem margfölduðu afköstin. Mörg þeirra voru
sérstaklega miðuð við ákveðna staðhætti, en fleiri voru til nota
almennt og ruddu sér til rúms um land allt.
í hverju þorpinu eftir annað, í hverju samvinnubúinu á fætur
öðru risu upp verkstæði og verksmiðjur, þar sem bændurnir
framleiddu sín eigin tæki, hjólbörur og kerrur, plóga og upp-
skeruverkfæri ,jafnvel dráttarvélar, þar sem vélin ein var að-
fengin. Gamlir hleypidómar, að iðnaður þyrfti endilega að vera
stóriðnaður og ætti aðeins heima í borgunum, urðu að lúta í lægra
haldi. Samhliða hinum vaxandi, nýtizkulega stóriðnaði blómgast
nú annar iðnaður, sem stendur á grundvelli ævafornrar hefðar
í handiðnaðinum og nýtur frjórrar hugkvæmni kínverskra hand-
verksmanna. Þessi iðnaður u.ppfyllir nú þarfir, sem ekki er unnt
að fullnægja á annan hátt, með því að framleiða með ófullkomn-
um tækjum ýmsa nauðsynjahluti úr efniviði, sem ekki stenzt
kröfur nýtízku iðnaðar.
Maðurinn hefur alltaf verið aðal flutningatækið í Kína. í
héruðum, þar sem allt að 60% vinnuaflsins var notað til burðar
eingöngu, vegna aldagamallar kyrrstöðu og fátæktar, leystu
„heimagerðar" hjólbörur og dráttarvagnar milljónir manna und-
an burðinum og nú gat þetta fólk tekið þátt í hinum eiginlegu
framleiðslustörfum. í sveitaþorpunum hefur hver fjölskylda, þ.
e .a. s húsmóðirin, samkvæmt fornum venjum malað allt sitt
korn daglega í frumstæðum kvörnum. Með því að endurbæta
þessar kvarnir og smíða nýjar, sem önnuðu kornmölun fyrir
margar fjölskyldur, var hægt að losa um þúsundir kvenna, er
gátu tekið þátt í bústörfum eða unnið í hinum nýja iðnaði.
Snemma vors komst skriður á þessa hreyfingu. Þá og um sum-
arið þutu upp þúsundir slíkra verkstæða og verksmiðja eins og
gorkúlur um allt Kína. Einnig var byggður mikill grúi einfaldra,
gamaldags járnbræðsluofna. Ný þróun var hafin, ómetanlega
mikilvæg fyrir framtíð Kína, hraðfara iðnvæðing hinna kín-
versku sveitaþorpa, undanfari véla- og rafvæðingar.