Réttur - 01.01.1958, Síða 94
94
R É T T U K
■ Bændur, verkamenn, menntamenn
Sameignarhverfin eru nægilega stór til að leysa hin fjölþættu
verkefni kínversku landsbyggðarinnar. í þeim eru venjulega
nokkrir tugir þúsunda manna. En til eru þau, sem hafa yfir
hundrað þúsund íbúa og á vissum svæðum hafa sameignarhverfin
í heilum ömtum tekið upp nána samvinnu. Þau eiga langtum
hægara með en samvinnubúin að nýta á hagkvæmasta hátt það
vinnuafl ,sem kostur er á. Meðlimunum er skipt í framleiðslu-
sveitir, einnig nefnd stjórnarumdæmi, sem annast ýmsar fram-
leiðslugreinar. Þessum sveitum er svo aftur skipt í minni vinnu-
flokka. Þeir hafa sitt fastákveðna verk að vinna, en hægt er þó
að breyta til í brýnni nauðsyn og fela þeim önnur verk, sem
mjög kalla að. í mörgum sameignarhverfum eru til vinnuflokk-
ar, sem aðeins eru til aðstoðar þar sem vinnuafl vantar á hverj-
um tíma, í landbúnaði, iðnaði, húsbyggingum o. s. frv. Þegar kom-
izt er svo að orði, að í sameignarhverfunum sé „vinna skipulögð
á hernaðarvísu", þá þýðir það hvorki annað né meira en að í
þessum framleiðslusveitum og vinnuflokkum ríki sami vinnuagi
sem ríkir í verksmiðjum hvarvetna í heiminum, þar sem haldið
er uppi ákveðnum vinnuhraða og framleitt ákveðið magn af
vörum. í sameignarhverfunum er þetta frjáls agi, meðlimirnir
beygja sig undir þá stjórn, sem þeir sjálfir hafa kosið á lýðræðis-
legan hátt og framkvæma fyrirmæli hennar eftir ýtarlegar um-
ræður um almennar meginreglur framleiðslu og vinnuaðferða.
Fjölbreytileiki sameignarhverfanna gefur meiri möguleika til
framleiðsluaukningar á öllum sviðum. Verði t. d. allt í einu þörf
fyrir rafala og stærri landbúnaðarvélar, en fjármagn vanti til
kaupanna. þá hefur það reynzt gerlegt að útvega þá með því
að flytja vinnuafl til framleiðslugreina, sem gefa skjótan arð.
í einu hverfi Suður-Kína var t. d. komið upp sögunarverkstæði
í þessu skyni. Á hinn bóginn er á annatímum hægt að flytja
vinnuafl frá iðnaðinum til jarðyrkjustarfa.
Þegar öll sameignarhverfin byggja verksmiðjur og starfrækja
einhverskonar námur, þá þýðir það, að bilið milli landbúnaðar-
og iðnaðarstarfa, milli verkamanna og bænda, hverfur smátt og
smátt. Sama fólkið er hvorttveggja. Þegar hverfið sjálft rekur
skóla, bæði fyrir börn og fullorðna, þar sem kennararnir eru
líka bændur og verkamenn, þá þýðir það, að þetta skipulag brýtur
smátt og smátt niður skilvegginn milli verkamanna anda og hand-
ar. Sameignarhverfin munu smátt og smátt koma á sömu félags-
legum réttindum og skapa meðlimum sínum sömu þægindi og
fólk nýtur í borgunum og þar með vinr.a að því, að eyða munin-
um á borg og sveit..