Réttur - 01.01.1958, Page 95
R É T T U II
95
Fræðslukerfinu er hagað þannig allstaðar í Kína, — ekki aðeins
í sameignarhverfunum — að menntunin sé í sem nánustum tengsl-
um við framleiðslustörfin. í framkvæmd er þetta þannig, að ekki
einasta hvert sameignarhverfi, heldur sérhver verksmiðja og
iðnfyrirtæki rekur skóla og á hinn bóginn reka gagnfræðaskólar,
menntaskólar og háskólar iðnað eða búskap. Markmiðið með
þessu kerfi er, að fræðslan sé í sem fyllstu samræmi við kröfur
lífsins sjálfs, án þess þó að vanrækt sé öflun nauðsynlegrar þekk-
ingar. Af fjárhagslegum ástæðum er það líka hagkvæmt til hraðr-
ar aukningar skólakerfisins, að skólarnir standi undir sínum eigin
kostnaði að svo miklu leyti sem mögulegt er með sölu eigin fram-
leiðslu.
■ Baráttan um stálið
Hin nýstofnuðu sameignarhverfi lögðu strax í haust sérstaklega
mikilvægan skerf til baráttunnar, sem háð var um land allt fyrir
því að tvöfalda stálframleiðsluna frá árinu 1957. í langsamlega
flestum héruðum í Kína er járn og kol í jörðu, sem hægt er að
vinna í smáum stíl og eins og áður hefur verið sagt frá, voru á
árinu 1958 byggðir í tugþúsundatali litlir, einfaldir bræðsluofn-
ar í sveitaþorpum Kína. Hinn nýtízkulegi stóriðnaður lagði til
aðalmagnið í hinni gífurlegu aukningu stálframleiðslunnar, en án
þessara gamaldags smáofna bændanna hefði takmarkinu ekki
verið nóð. í mörgum þessara ofna er ennþá framleitt járn og
stál, en eftir því sem sameignarhverfunum vex fiskur um hrygg_
er þessi vinnsla sameinuð í „reglulegar“ járn- og stálbræðslur af
meðalstærð með nýtízku tækni. Fjöldi hverfa hefur þegar byggt
slík iðjuver með hundruðum verkamanna og stöðugt bætast fleiri
við.
■ Maturinn er ókeypis
í næstum öllum hinum 26500 sameignarhverfum í Kína, sem
hafa innan sinna vébanda um 99% af sveitafólkinu, er maturinn
á einn eða annan hátt látinn í té ókeypis. í fleiri og fleiri hverfum
hafa hinir einstöku vinnuflokkar sínar eigin matstofur, þar sem
bændurnir og skyldulið þeirra geta annað hvort borðað eða tekið
mat með sér heim. Á annatímum er heitur matur sumstaðar færð-
ur út á akrana. Hann kostar ekkert, en þess verður að geta með
áherzlu, að þessi ókeypis matur eins og önnur ókeypis þjónusta
er hluti hinna reglulegu launa og eiga bændurnir, ef þeir ekki
vilja mat í þessum matstofum, rétt á að fá útborguð hærri laun.