Réttur


Réttur - 01.01.1958, Side 96

Réttur - 01.01.1958, Side 96
96 R É T T U R Algengast er ennþá að borðaðar séu þrjár máltíðir á dag í sam- eignarhverfunum. í þeim efnuðustu er að auki framreidd auka- geta og hressing milli mála. Á nokkrum stöðum er maturinn ennþá lítilfjörlegur og fábreyttur, en í augum kínverska bóndans, sem hefur þótt ekki sé hann eldri en um tvítugt, sjálfur fundið hungrið skera sig innan og séð fólk deyja hungurdauða, er jafnvel það kraftaverk. Annars staðar eru framreiddar ríkulegar og fjöl- breyttar máltíðir og jafnvel er sumsstaðar vín eða öl með matn- um. Yfirleitt er markmiðið að maturinn sé jafngóður eða betri en „heima hjá mömmu“. Matstofurnar hafa sína eigin matjurta- garða, búa til sultur og sjóða niður, einnig hafa þær sínar kýr, svín og alifugla. Allt er miðað við að veita meðlimunum sem bezta þjónustu. ■ Fjölskyldunni veitt vemd Flest sameignarhverfin hafa komið upp vöggustofum, barna- leikvöllum og þvottahúsum, jafnvel klæðskeraverkstæðum o. s. frv. (Fram á síðustu ár var það föst regla, að húsmóðirin saum- aði sjálf föt fjölskyldunnar). Þar með eru sköpuð raunhæf skil- yrði fyrir frelsi konunnar og fullkomnu jafnrétti við karlmanninn. Þrátt fyrir það að konurnar hafa síðan 1949 haft lagalegt og pólitískt jafnrétti og greidd hafa verið sömu laun fyrir sömu vinnu, var það alsiða fram á síðasta sumar, að heimilisfaðirinn tæki einnig við launum konu sinnar og dætra í samvinnubúunum. — Nauðungarhjónabönd og sala á ungum stúlkum var strax bannað eftir sigur alþýðustjórnarinnar. — Sameignarhverfin hafa bundið endi á sambúðarhætti ættfeðrafjölskyldunnar, sem eru leifar frá löngu liðnum tíma. Skapaðir hafa verið jafnir mögu- leikar fyrir karl og konu í framleiðslustörfunum og þar með jafnrétti þeirra innan fjölskyldunnar. Sameignarhverfin hafa ekki eyðilagt hina kínversku fjölskyldu heldur styrkt hana og tryggt samræmt, lýðræðislegt fjölskyldulíf. í mörgum sameignarhverfum hefur verið hafizt handa um end- urbætur í húsnæðismálunum. Ef ekki eru ennþá efni til að byggja ný hús. eru hin gömlu endurbætt og endurbyggð. En þar sem ástæður eru til, byggja sameignarhverfin nýjar íbúðir, sem ann- aðhvort eru látnar meðlimunum í té til ókeypis afnota eða leigð- ar gegn vægu gjaldi. En hvort sem húsin eru gömul eða ný, þá er það kappkostað, að öll fjölskyldan, ungir og gamlir, geti að gömlum kínverskum hætti búið undir sama þaki. Hver fjölskylda fær að meðaltali eina dagstofu og tvö svefnherbergi, stórar fjöl- skyldur fá þó fjögur til fimm herbergi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.