Réttur - 01.01.1958, Qupperneq 96
96
R É T T U R
Algengast er ennþá að borðaðar séu þrjár máltíðir á dag í sam-
eignarhverfunum. í þeim efnuðustu er að auki framreidd auka-
geta og hressing milli mála. Á nokkrum stöðum er maturinn
ennþá lítilfjörlegur og fábreyttur, en í augum kínverska bóndans,
sem hefur þótt ekki sé hann eldri en um tvítugt, sjálfur fundið
hungrið skera sig innan og séð fólk deyja hungurdauða, er jafnvel
það kraftaverk. Annars staðar eru framreiddar ríkulegar og fjöl-
breyttar máltíðir og jafnvel er sumsstaðar vín eða öl með matn-
um. Yfirleitt er markmiðið að maturinn sé jafngóður eða betri
en „heima hjá mömmu“. Matstofurnar hafa sína eigin matjurta-
garða, búa til sultur og sjóða niður, einnig hafa þær sínar kýr, svín
og alifugla. Allt er miðað við að veita meðlimunum sem bezta
þjónustu.
■ Fjölskyldunni veitt vemd
Flest sameignarhverfin hafa komið upp vöggustofum, barna-
leikvöllum og þvottahúsum, jafnvel klæðskeraverkstæðum o. s.
frv. (Fram á síðustu ár var það föst regla, að húsmóðirin saum-
aði sjálf föt fjölskyldunnar). Þar með eru sköpuð raunhæf skil-
yrði fyrir frelsi konunnar og fullkomnu jafnrétti við karlmanninn.
Þrátt fyrir það að konurnar hafa síðan 1949 haft lagalegt og
pólitískt jafnrétti og greidd hafa verið sömu laun fyrir sömu
vinnu, var það alsiða fram á síðasta sumar, að heimilisfaðirinn
tæki einnig við launum konu sinnar og dætra í samvinnubúunum.
— Nauðungarhjónabönd og sala á ungum stúlkum var strax
bannað eftir sigur alþýðustjórnarinnar. — Sameignarhverfin hafa
bundið endi á sambúðarhætti ættfeðrafjölskyldunnar, sem eru
leifar frá löngu liðnum tíma. Skapaðir hafa verið jafnir mögu-
leikar fyrir karl og konu í framleiðslustörfunum og þar með
jafnrétti þeirra innan fjölskyldunnar. Sameignarhverfin hafa ekki
eyðilagt hina kínversku fjölskyldu heldur styrkt hana og tryggt
samræmt, lýðræðislegt fjölskyldulíf.
í mörgum sameignarhverfum hefur verið hafizt handa um end-
urbætur í húsnæðismálunum. Ef ekki eru ennþá efni til að byggja
ný hús. eru hin gömlu endurbætt og endurbyggð. En þar sem
ástæður eru til, byggja sameignarhverfin nýjar íbúðir, sem ann-
aðhvort eru látnar meðlimunum í té til ókeypis afnota eða leigð-
ar gegn vægu gjaldi. En hvort sem húsin eru gömul eða ný, þá
er það kappkostað, að öll fjölskyldan, ungir og gamlir, geti að
gömlum kínverskum hætti búið undir sama þaki. Hver fjölskylda
fær að meðaltali eina dagstofu og tvö svefnherbergi, stórar fjöl-
skyldur fá þó fjögur til fimm herbergi.