Réttur - 01.01.1958, Page 100
100
R É T T U R
Það er eftirtektarvert og gefur glögga mynd af ástandniu,
að á þessum árum snerist baráttan að miklu leyti um fæðið um
borð í fiskiskipunum. Mörg ár liðu áður en útgerðarmenn viður-
kenndu samtökin með því að gera við þau samninga. Fyrsti samn-
ingurinn var gerður 1902 og þótti mikill sigur.
Fyrstu samtökin takmörkuðust að mestu við þorpin sunnanlands
og höfðu þau náið samband sín á milli. 1907 var stofnað fyrsta
verkamannasambandið á Islandi, en það átti sér ekki langan aldur.
s /
Upp úr þessu gerast miklar breytingar í efnahagslífi Islendinga. I
stað þilskipanna koma mótorskip og togarar og fjölgar ört. Hin
nýja atvinnuþróun kallar á ný skipulagsform.
Upp úr þessum fyrstu félögum og með reynslu þeirra að baki
taka að rísa félög almennra verkamanna annarsvegar og sjó-
mannafélög hinsvegar. Fjöldi almennra verkalýðsfélaga, þar sem
sjómenn og verkamenn eru þó oft saman í félagi taka að rísa upp
víðsvegar um landið. Allt til ársins 1916 hafa þau þó ekkert
skipulagt samband sín á milli. Þróun íslenzks auðvalds var mjög
ör á þessum árum, ekki sízt eftir að stríðið hófst 1914. Atvinnu-
rekendur safna nú meiri gróða en nokkru sinni fyrr, jafnframt
því, sem dýrtíð vex mjög og kemur hart niður á öllum almenn-
ingi. Verkamenn taka að finna betur til nauðsynjar þess að treysta
samtök sín. Og þeir taka að gera sér ljóst að kjarabaráttan er
ekki einhlít, þeir verða einnig að bindast pólitískum samtökum.
Árið 1916 voru fyrsm landsamtök íslenzkra verkamanna sett á
stofn: Alþýðusamband Islands.
Skipulag og stefnuskrá Alþýðusambandsins eru mjög athyglis-
verð. Islenzkur verkalýður þurfti bæði á pólitískum og kjara-
baráttusamtökum að halda. Það voru engin tök á því að koma upp
tvennskonar samtökum, þessvegna var tekið það ráð að láta Al-
þýðusambandið gegna báðum þessum hlutverkum. Þetta var tví-
mælalaust rétt á þessu stigi þróunarinnar. Þess verður að gæta,
að allt fram til þessa hafði hin pólitíska barátta snúizt nær ein-
göngu um utanríkismál. Menn skiptust í flokka eftir afstöðu
þeirra í sjálfstæðisbarátmnni við Dani, það voru tveir flokkar,
þeir sem lengst gengu í sjálfstæðiskröfunum og hinir, sem vildu
fara sér hægar. Báðir þessir flokkar voru undir borgaralegri for-