Réttur - 01.01.1958, Page 104
104
R É T T U R
verkalýðshreyfingin úti á landi verið mjög á byrjunarstigi. Vald
hægri foringjanna var að mestu bundið við Reykjavík og nágrenni.
A Norðurlandi taka þeir Einar Olgeirsson og samstarfsmenn hans
að mestu leyti forustuna í verkalýðshreyfingunni og taka að byggja
hana upp. Verkalýðshreyfingin á Norðurlandi er verk Einars 01-
geirssonar og félaga hans frekar en nokkurra annarra manna. A
öðrum stöðum eins og t. d. í Vestmannaeyjum rís einnig upp
verkalýðshreyfing undir forustu kommúnista. A Norðurlandi var
stofnað til fjölda nýrra verkalýðsfélaga og á helzm stöðunum
voru stofnuð jafnaðarmannafélög undir kommúnískri forustu. 1925
var svo stofnað sérstakt verkalýðsamband fyrir Norðurland innan
Alþýðusambandsins ,og í kjölfar þess komu samskonar sambönd
á Austur- og Vesturlandi. Enda þótt þessi sambönd væru í Al-
þýðusambandinu höfðu þau sjálfstæði um sín innri mál. Verka-
lýðssamband Norðurlands gaf út sitt eigið málgagn, fyrst viku-
lega síðar tvisvar í viku. I þessu blaði birtust oft greinar frá
kommúnísku sjónarmiði og stefna þess var öll önnur en Alþýðu-
blaðsins.
Hið gamla skipulag Alþýðusambandsins var nú orðið hreyfing-
unni fjötur um fót. Pólitískar andstæður höfðu risið upp innan
samtakanna. Tilraunir sósíaldemókrata til þess að einoka hreyf-
inguna, til stuðnings flokki sínum drógu úr mætti verkalýðsfé-
laganna í stéttabaráttunni og hindruðu vöxt þeirra. Mörg félög
sem aðild átru að fjórðungssamtökunum vildu ekki vera í Al-
þýðusambandinu og 1930 er talið að um 30 félög hafi staðið
utan þess.
Stofnun verkalýðssambands, er væri skipulagslega óháð póli-
tískum flokkum, var orðin söguleg nauðsyn, enda varð þetta
eitt helzta stefnumál kommúnista og átti drjúgan þátt í að auka
fylgi þeirra.
A þingi Alþýðusambandsins 1926 komu kommúnistar fyrst
fram sem skipulagður andstöðuarmur. A því þingi bar hæst bar-
áttu þeirra fyrir óháðu verkalýðssambandi. Þeir voru að vísu í
miklum minnihluta, en þó varð að ráði að samþykkja ályktun
þess efnis að taka skyldi til athugunar breytingu á skipulagi sam-
bandsins. Var kosin nefnd í málið og skyldi hún leggja tillögur