Réttur - 01.01.1958, Page 111
R É T T U R
111
með því að láta Alþingi samþykkja þvingunarlög gegn verka-
lýðshreyfingunni. Oll verkföll voru bönnuð á árinu 1942, sömu-
leiðis allar meiriháttar breytingar á kaupi og kjörum. Verka-
lýðsfélögin aflýstu verkföllunum til þess að koma í veg fyrir
að sjóðir þeirra yrðu tæmdir. En þetta var raunar aðeins forms-
atriði. Verkamenn komu ekki til vinnu og verkföllin stóðu allan
janúarmánuð í banni laganna. Þá var hinum almennu verkföllum
aflýst, en tekin upp ný aðferð svokallaður skæruhernaður. Verka-
menn á einstökum vinnustöðvum lögðu niður vinnu þar til at-
vinnurekandinn neyddist til að verða við kröfum þeirra. Þetta
var almenn hreyfing undir forustu Sósíalistaflokksins, einnig í
þeim félögum þar sam sósíaldemókratar fóru með stjórn og gerðu
það sem þeir gátu til þess að stemma stigu við þessari hreyfingu.
A þennan hátt tókst að hækka kaup stórra hópa verkamanna.
Kaupþvingunarlögin urðu ónýtt pappírsgagn og að lokum neydd-
ist Alþingi til að fella þau úr gildi og ríkisstjórnin efndi til
nýrra kosninga. Þar sem breytingar á stjórnarskránni höfðu verið
lagðar fyrir Alþingi, urðu tvennar kosningar um sumarið. I þeim
kosningum vann Sósíalistaflokkurinn sinn mesta kosningasigur.
I síðari kosningunum fékk hann 10 þingmenn af 52 og allt að
20% greiddra atkvæða. Sama ár urðu sósíalistar og bandamenn
þeirra í meirihluta í stærsta verkalýðsfélagi landsins, Dagsbrún,
og hafa farið með stjórn í því félagi síðan. Nýir kaupsamningar
voru gerðir, sem fólu í sér mestu kjarabætur sem nokkurntíma
hafa náðst á Islandi, 8 stunda vinnudag og um 40% kauphækkun.
A tímabilinu frá 1942 — 1944 var Alþingi í rauninni ekki fært
tun að mynda stjórn., svo að ríkisstjóri varð að skipa utanþings-
stjórn til bráðabirgða. En árið 1944 varð samkomulag milli Sósí-
alistaflokksins, Alþýðuflokksins og meirihluta Sjálfstæðisflokks-
ins um nýja stjórnarmyndun, sem síðan hefur gengið undir nafn-
inu nýsköpunarstjórn.
Þessi samstjórn verkalýðshreyfingarinnar undir forystu hinna
róttæku afla og aðalflokks borgarastéttarinnar er vissulega furðu-
legt fyrirbæri. Hverjar voru ástæðurnar fyrir því að þetta skyldi
geta gerzt? Það hafði skapast einskonar jafnvægisástand milli
stéttanna. Hvorki borgarastéttin né verkalýðstéttin hafði afl til að