Réttur - 01.01.1958, Síða 118
118
R É T T U R
1946 lofuðu allir flokkar að standa gegn herstöðvum. Eftir
kosningarnar sviku allir flokkar þetta, nema Sósíalista-
flokkurinn. Hann fór út úr rikisstjórn, er Keflavíkursamn-
ingurinn var gerður 5. október 1946. Hinir þrír flokkarnir
mynduðu svo það hemámsbandalag sín á milli, er gerði
fyrst Keflavíkursamninginn, síðan Marshallsamninginn
1947, sveik Island inn í Atlantshafsbandalagið 1949 og
kallaði amerískan her inn í landið 1951. — Er kosninga-
samtök Sósíalistaflokksins og vinstri jafnaðarmanna, Al-
þýðubandalagið, vann sinn kosningasigur 1956 og knúði
þarmeð fram myndun vinstri stjórnar, stöðvaðist þessi
ásælni um stund, þótt ekki tækist að reka herinn burt,
eins og Aþýðubandalaginu var lofað, en svikið um það.
En strax eftir að Framsóknarflokkurinn hafði sprengt
vinstri stjórnina og amerískt auðvald fengið ríkisstjórn,
er það hafði velþóknun á, tók það að færa sig upp á skaftið
og undirbúa nýjar hérnaðarframkvæmdir. Og ameríska
auðvaldið mun hyggja gott til glóðarinnar um aukningu
á hernaðarframkvæmdum og lengri herstöðvasamninga, ef
því tekst að fá slíka flokka til valda á ný á íslandi, sem
best hafa þjónað því undanfarinn áratug.
Á stjórnmálasviðinu miðar ameríska auðvaldið baráttu
sína fyrst og fremst við eitt: að halda Sósíalistaflokknum
og hverjum þeim, sem gengur í bandalag við hann, utan
ríkisstjórnar á Islandi, — en reyna hinsvegar að ná sem
sterkustum ítökum í öllum hinum stjórnmálaflokkunum.
Ameríska auðvaldið lýsti Sósíalistaflokkinn í bann hér á
landi 1947. Hann skyldi vera óalandi og óferjandi, með
honum mátti enginn vinna. Borgaraflokkamir kepptust
við að halda þetta bann árum saman, unz þeir sáu 1955
að það var ekki hægt að stjórna landinu gegn verkalýð Is-
lands og flokki hans, Sósíalistaflokknum. Á árunum 1956
—’58 molnar þetta bann niður. Enginn borgaraflokkur Is-
lands heldur lengur þetta bann í heiðri sem pólitískan
leiðarvísi, hvað sem annars kann að líða samningsgrund-
völlum þeirra á milli. Það hefur löngum reynzt erfitt að