Réttur - 01.01.1958, Page 122
122
R É T T U R
lendinga, gera oss minni menn og verri menn, sætta Islend-
inga við að ofurselja land og þjóð framandi valdi, — gera
jafnvel að mönnum slíkan seið að þeir halda að þeir séu að
þjóna lýðræði og frelsi, þegar þeir eru að glata hvortveggja
í greipar „Mammonsríkis Ameríku" svo notuð séu orð
þjóðskáldsins, Matthíasar Jochumssonar, er hann varar
oss við valdi því í einu kvæði sínu fyrir sextíu árum síðan.
Ekki mun ég freista þess að gera grein fyrir baráttunni á
þessu sviði í lítilli grein.* En hér eru ef til vill vopnin
ójöfnust: Amerískt auðvald með voldugustu áróðurstæki
nútímans: kvikmyndir, útvarp, blöð og bækur og óþrotleg-
an fjáraustur, en hinsvegar sú menning hjartans og heil-
ans, sem þessi þjóð hefur skapað sér á þúsund árum, ein-
hver fegursta og merkilegasta menning jarðarinnar, •— en
álíka vamarlaus í þessari viðureign sem fagurt lítið barn
að leik gagnvart tilfinningasnauðum vélrisa peningavalds-
ins, gráum fyrir járnum. — En standi íslenzkir menn og
konur vörð um þetta barn, þessa erfð, þessa framtíð vora,
— þá getum vér sigrað í þessum ójafna leik, ef vér aðeins
þraukum og verjumst — því vélrisinn mikli er valtur á
fótum og á ekki marga áratugi eftir, ef vér aðeins hindr-
um hann í að traðka menningu vora, líf vort undir fótum,
þann tíma, sem hann enn tórir.
Þetta vopnlausa vamarstríð vort við ameríska auð-
valdið á öllum þessum sviðum, er baráttan um það hvort
þjóð vor eigi að halda áfram að vera til: vera til yfirleitt,
* Ég hef áður reynt að gera ýtarlega grein fyrir þessari viðureign
allri m. a. í eftirfarandi greinum í „Rétti", auk þeirrar, sem
þegar er nefnd: „Baráttan um tilveru íslendinga,“ 1943, „Fjall-
konan í tröllahöndum" 1949, „Einvígi íslenzks anda við amerískt
dollaravald,“ 1952, „Verndum arf þess liðna, — sköpum stolt
þess ókomna“ 1953, „Eining alþýðunnar og manngildi íslend-
inga“ 1953 og svo í bók minni um ættasamfélagið á íslandi,
lokakaflanum.