Réttur


Réttur - 01.01.1958, Page 135

Réttur - 01.01.1958, Page 135
R É T T U R 135 baráttu þeirra. Heimssósíalisminn eflist með degi hverjum, og áhrif hans á alþjóðavettvangi verða æ meiri í þágu friðar, fram- fara og frelsis. Sósíalisminn er í framþróun, heimsveldisstefnan hins vegar á hnignunarbraut. Vígstaða heimsveldisstefnunnar hefur veikzt til muna vegna þeirrar upplausnar nýlendukerfisins, sem hefur átt sér stað að undanförnu. Lönd þau, sem hafa brotið af sér ok nýlendukúgunar, heyja nú baráttu fyrir fullu sjálfstæði sínu og efnahagsfullveldi og fyrir því, að friður megi haldast um heim allan. Tilvist hins sósíalistíska hagkerfis svo og aðstoð sú, er lönd þessi njóta af hálfu sósíalistísku ríkjanna á grundvelli jafn- réttis og samvinnu í þágu friðar, en gegn hvers kyns ágengnis- stefnu, er þeim mikil hjálp í viðleitni þeirra að varðveita þjóð- frelsi sitt og brjóta sér braut til framfara. í löndum heimsvaldastefnunnar verða árekstrar framleiðslu- afla og framleiðsluhátta æ harkalegri. Þess eru mörg dæmi, að nútímavísindi og verkfæri eru ekki hagnýtt mannkyninu til félagslegrar framþróunar, vegna þess að auðvaldið fjötrar og af- skræmir framleiðsluöfl þjóðfélagsins. Efnahagskerfi auðvaldsins í heiminum er óstöðugt og hrörnandi. Þó að enn megi virðast sem talsvert líf sé í efnahagsstarfsemi ýmissa auðvaldsríkja, er grund- völlur þess einkar ótryggur, sem sé vígbúnaðarkeppnin og önnur slík stundarfyrirbæri. En ekki mun þó auðvaldsskipulagið geta komizt hjá nýjum, djúptækum kreppum. Þau miklu umsvif, sem eiga sér stað í efnahagslífi auðvaldslandanna nú um stundarsakir, stuðla að því að viðhalda blekkingum endurbótastefnunnar meðal nokkurs hluta af verkalýð þessara landa. Árin eftir styrjöldina hafa ýmsir hópar verkalýðsins í þeim auðvaldslöndum, sem lengst eru komin í þróun, verið að berjast gegn vaxandi arðráni, en fyrir batnandi lífskjörum, og hefur þeim þá stundum tekizt að knýja fram nokkrar launabætur, enda þótt kaupmáttur launa sé í sumum þesara landa lægri en var fyrir stríð. En í meiri hluta auðvaldsheimsins, einkum nýlendunum og öðrum undir- okuðum löndum, eiga verklýðsmilljónirnar enn við örbirgð að búa. Innrás einokunarauðhringanna í landbúnaðinn ásamt verð- lagningarstefnu þeirri, er þeir knýja fram, lánakerfi bankanna og skattahækkanir þær, sem vígbúnaðarkeppninni fylgja, hafa leitt til vaxandi fátæktar og gjaldþrota bændastéttarinnar. Andstæður fara harðnandi, eigi aðeins milli burgeisastéttar og verkalýðs, heldur einnig milli einokunarauðvalds og allra annarra þjóðfélagshópa, svo og milli einokunarauðvalds Banda- ríkjanna og þjóðanna eða jafnvel burgeisastéttarinnar sjálfrar í öðrum auðvaldsríkjum. Högum verklýðsstéttarinnar í auðvalds-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.