Réttur - 01.01.1958, Síða 135
R É T T U R
135
baráttu þeirra. Heimssósíalisminn eflist með degi hverjum, og
áhrif hans á alþjóðavettvangi verða æ meiri í þágu friðar, fram-
fara og frelsis.
Sósíalisminn er í framþróun, heimsveldisstefnan hins vegar á
hnignunarbraut. Vígstaða heimsveldisstefnunnar hefur veikzt til
muna vegna þeirrar upplausnar nýlendukerfisins, sem hefur
átt sér stað að undanförnu. Lönd þau, sem hafa brotið af sér ok
nýlendukúgunar, heyja nú baráttu fyrir fullu sjálfstæði sínu og
efnahagsfullveldi og fyrir því, að friður megi haldast um heim
allan. Tilvist hins sósíalistíska hagkerfis svo og aðstoð sú, er
lönd þessi njóta af hálfu sósíalistísku ríkjanna á grundvelli jafn-
réttis og samvinnu í þágu friðar, en gegn hvers kyns ágengnis-
stefnu, er þeim mikil hjálp í viðleitni þeirra að varðveita þjóð-
frelsi sitt og brjóta sér braut til framfara.
í löndum heimsvaldastefnunnar verða árekstrar framleiðslu-
afla og framleiðsluhátta æ harkalegri. Þess eru mörg dæmi, að
nútímavísindi og verkfæri eru ekki hagnýtt mannkyninu til
félagslegrar framþróunar, vegna þess að auðvaldið fjötrar og af-
skræmir framleiðsluöfl þjóðfélagsins. Efnahagskerfi auðvaldsins
í heiminum er óstöðugt og hrörnandi. Þó að enn megi virðast sem
talsvert líf sé í efnahagsstarfsemi ýmissa auðvaldsríkja, er grund-
völlur þess einkar ótryggur, sem sé vígbúnaðarkeppnin og önnur
slík stundarfyrirbæri. En ekki mun þó auðvaldsskipulagið geta
komizt hjá nýjum, djúptækum kreppum. Þau miklu umsvif, sem
eiga sér stað í efnahagslífi auðvaldslandanna nú um stundarsakir,
stuðla að því að viðhalda blekkingum endurbótastefnunnar meðal
nokkurs hluta af verkalýð þessara landa. Árin eftir styrjöldina
hafa ýmsir hópar verkalýðsins í þeim auðvaldslöndum, sem lengst
eru komin í þróun, verið að berjast gegn vaxandi arðráni, en
fyrir batnandi lífskjörum, og hefur þeim þá stundum tekizt að
knýja fram nokkrar launabætur, enda þótt kaupmáttur launa
sé í sumum þesara landa lægri en var fyrir stríð. En í meiri
hluta auðvaldsheimsins, einkum nýlendunum og öðrum undir-
okuðum löndum, eiga verklýðsmilljónirnar enn við örbirgð að
búa. Innrás einokunarauðhringanna í landbúnaðinn ásamt verð-
lagningarstefnu þeirri, er þeir knýja fram, lánakerfi bankanna og
skattahækkanir þær, sem vígbúnaðarkeppninni fylgja, hafa leitt
til vaxandi fátæktar og gjaldþrota bændastéttarinnar.
Andstæður fara harðnandi, eigi aðeins milli burgeisastéttar
og verkalýðs, heldur einnig milli einokunarauðvalds og allra
annarra þjóðfélagshópa, svo og milli einokunarauðvalds Banda-
ríkjanna og þjóðanna eða jafnvel burgeisastéttarinnar sjálfrar í
öðrum auðvaldsríkjum. Högum verklýðsstéttarinnar í auðvalds-