Réttur - 01.01.1958, Side 140
140
R É T T U R
ann, atar auri kenningar Marx og Leníns, blekkir og afvega-
leiðir fjöldann. Það er höfuðnauðsyn að kappkosta að þroska
fjöldann í anda marxismans, ráðast gegn hugmyndastefnu borg-
arastéttarinnar, fletta ofan af lygum og óhróðri heimsveldissinna
um sósíalismann og kommúnismann og boða sem víðast, og þó
á einfaldan og sannfærandi hátt, hugsjónir sósíalisma, friðar og
vináttu þjóða.
Fundurinn staðfesti skoðanaeiningu kommúnistaflokkanna og
verklýðsflokkanna, að því er varðar meginviðfangsefni hinnar
sósíalistísku byltingar og framkvæmdar sósíalismans. Reynsla
Ráðstjórnarríkjanna og annarra sósíalistískra landa hefur stað-
fest til fulls þá kennisetningu marxismans, að framkvæmd sósíal-
'-■'.mans gerist samkvæmt sérstökum grundvallarlögmálum, sem til
greina koma í hverju landi, er leggur á brautina fram til sósíal-
ismans. Lögmál þessi eru hvarvetna að verki, enda þótt þau birt-
ist í margskonar tilbreytingum eftir sögulegum erfðum og þjóðar-
einkennum, sem fyrir alla muni verður að taka til greina.
Þessi grundvallarlögmál eru sem hér segir: í framkvæmd verka-
lýðsbyltingarinnar í einni eða annarri mynd og stofnun eins eða
annars forms af alræði verkalýðsins nýtur hinn vinnandi fjöldi
forystu verklýðsstéttarinar, en kjarni hennar er hinn marxistiski
stjórnmálaflokkur. — Verklýðsstéttin gerir bandalag við megin-
hluta bændastéttarinnar og aðra hópa hins vinnandi fólks. —
í stað auðvaldseignarréttar á mikilvægustu framleiðslutækjunum
kemur félagslegur eignarréttur. — Framkvæmd er sósíalistísk
nýskipun landbúnaðarins stig af stigi. — Hafinn er áætlunarbú-
skapur til eflingar efnahagslífi landsins í því skyni að framkvæma
sósíalismann og kommúnismann og bæta lífsafkomu hins vinnandi
fjölda. — Fram fer sósíalistísk bylting á sviði heimsskoðunar og
menningar, og upp kemur fjölmenn stétt menntamanna, sem
einkennist af hollustu við verklýðsstéttina, hið vinnandi fólk og
sósíalismann. — Allri þjóðernisundirokun er aflétt, en í hennar
stað kemur jafnræði og bróðurleg vinátta þjóðanna. — Ráðstafanir
eru gerðar til að verja ávinninga sósíalismans fyrir árásum er-
lendra og innlendra óvina. — Samstaða verklýðsstéttar lands
pess, sem um er að ræða, og verklýðsstéttar annarra landa í anda
alþjóðahyggju öreiganna er staðreynd þessarar þróunar.
Að því er varðar þessi grundvallarlögmál hinnar sósíalistísku
byltingar og framkvæmd sósíalismans, er það kenning marxism-
ans, að þau beri að taka til greina á frjóan og raunsýnan hátt,
en forðast beri að líkja hugsunarlaust eftir stefnu og starfsaðferð-
um kommúnistaflokka í öðrum löndum. Lenín tók það oft skýrt
fram, hversu nauðsynlegt væri að aðhæfa frumreglur kommúnism-