Réttur - 01.01.1958, Side 142
142
BÉTIUR
hverju sinni koma tilvitnanir og bókstafstrú. Slíkt leiðir til þess,
að flokkurinn einangrast frá fjöldanum. Flokkur, sem skríður inn
í skel einangrunarstefnunnar og slitnar úr tengslum við fjöldann,
getur ekki stýrt sókn verkalýðsstéttarinnar til sigursælla úrslita.
Enda þótt kommúnistaflokkarnir fordæmi kreddustefnuna, telja
þeir, að meginhættan sé um þessar mundir endurskoðunarhneigð-
in, það er að segja hentistefnan til hægri, sem endurspeglar hug-
myndafræði borgarastéttarinnar, lamar byltingarþrótt verklýðs-
stéttarinnar og miðar að því að varðveita eða endurreisa auð-
valdsskipulagið. Annars getur kreddustefnan og einangrunarstefn-
an verið aðalhættan í ákveðnum flokki á tilteknu skeiði þróunar
hans. Hver kommúnistaflokkur verður að gera sér ljóst, hvor
hættan er meiri á hverju tímabili.
Ástæða er til að minna á, að valdataka verklýðsstéttarinnar er
aðeins upphaf byltingarinnar, en engan veginn endir hennar.
Eftir valdatökuna bíður verkalýðsstéttarinnar það erfiða viðfangs-
efni að endurreisa þjóðarbúskapinn á sósíalistískum grundvelli
og leggja efnahagslega og tæknifræðilega undirstöðu sósíalismans.
Jafnframt þessu mun borgarastéttin neyta allra ráða til að komast
til valda að nýju. Áhrifa borgarastéttar, smáborgarastéttar og
menntamanna þeirra, sem þessum stéttum eru tengdir, mun enn
um hríð gæta mjög. Þess vegna mun líða æðilangur tími, þar til
skorið er að fullu úr spurningunni, hvor aðilinn muni verða ofan
á að lokum, auðvaldið eða sósíalisminn. Uppspretta endurskoð-
unarhneigðarinnar innan lands eru þessi áhrif borgarastéttarinn-
ar, en utan lands er uppspretta hennar undanlátssemi við ágengni
heimsvaldasinna.
Nú á tímum leitast endurskoðunarstefnan við að ata kenningu
marxisma og lenínisma óhróðri. Hún heldur því fram, að kenn-
ingar þessar séu „úreltar" og þær séu ekki framar neins virði
fyrir þjóðfélagslega framvindu. Endurskoðunarmenn reyna nú að
kæfa byltingarandann í marxismanum og grafa undan trúnni
á sósíalismann meðal verklýðsstéttarinnar og hins vinnandi f jölda
yfirleitt. Þeir neita sögulegri nauðsyn verkalýðsbyltingarinnar og
alræðis verkalýðsins á því tímabili, er breytingin er að gerast
frá auðvaldsskipulagi til sósíalisma, svo og forystuhlutverki hins
marxistíska flokks, afneita alþjóðahyggju verkalýðsins og hafna
grundvallarstefnu Leníns, að því er varðar skipulag flokksins,
einkum og sér í lagi kröfunni um lýðræðislegt miðstjórnarskipu-
lag, og þeir vilja breyta flokknum úr byltingarsinnaðri baráttu-
sveit í einhvers konar málfundafélagsskap.
Reynsla hinnar kommúnistísku hreyfingar í heiminum leiðir í
ljós, að til þess að geta leyst af hendi verkefni hinnar sósíalistísku