Réttur


Réttur - 01.01.1958, Page 143

Réttur - 01.01.1958, Page 143
B É T T U R 143 byltingar og tryggt framgang sósíalisma og kommúnista verða kommúnistaflokkarnir og verklýðsflokkarnir að varðvei+a einingu sína á grundvelli marxisma og lenínisma og bægja á bug hvers konar klíkustarfsemi, sem einingunni spillir. IV. Kommúnistaflokka og verklýðsflokka heimsins bíða mikil sögu- leg verkefni. Eigi framkvæmd þessara verkefna að takast, verður ekki aðeins að efla einingu kommúnistaflokka og verklýðsflokka, heldur allrar verklýðsstéttarinnar, treysta bandalag verklýðs- stéttar og bænda, sameina hinn vinnandi fjölda, allan hinn fram- sækna hluta mannkynsins og öll öfl frelsis og friðar í heiminum. Varðveizla friðarins er mikilvægasta viðfangsefni heimsmál- anna um þessar mundir. Það er stefna kommúnistaflokka og verk- lýðsflokka í öllum löndum að koma á sem víðtækastri samvinnu allra þeirra afla, er treysta vilja friðinn og beita sér gegn styrj- aldaröflunum. Fundarmenn lýsa yfir stuðningi sínum við öll ríki, stjórnmálaflokka, félög, samtök og einstaklinga, sem vilja berjast fyrir friði en gegn stríði, og vinna að friðsamlegri sambúð þjóða, sameiginlegu öryggi ríkja í Evrópu og Asíu, minnkun herbúnaðar og banni við kjarnorkuhernaði og tilraunum með kjarnorkuvopn. Kommúnistaflokkarnir og verklýðsflokkarnir eru einlægir í viðleitni sinni til varnar þjóðarhagsmunum og lýðréttindum allra þjóða. í mörgu landi heims á þjóð og verklýðsstétt enn óleyst það sögulega hlutverk að ávinna sér þjóðfrelsi sitt úr höndum ný- lendukúgara eða lénsvalds. Til þess er nauðsynlegt að efla sam- fylkingu verkamanna, bænda, smáborgarastéttar bæjanna, hinnar þjóðernissinnuðu borgarastéttar og annarra föðurlandssinnaðra og lýðræðissinnaðra afla gegn heimsveldisstefnu og lénsvaldi. Mörg dæmi eru því til sönnunar, að þvi öflugri sem þessi eining hinna föðurlandssinnuðu og lýðræðissinnuðu afla reynist, þvi meiri eru sigurhorfur þeirra. Barátta verklýðsstéttarinnar og hins vinnandi fólks fyrir friði í heiminum og öðrum hagsmunamálum sínum beinist nú á tímum gegn hinum miklu einokunarhringum auðvaldsins, með því að þeir bera meginsök á vígbúnaðarkeppninni, eru aðalskipuleggjend ur undirbúnings og áætlana um nýja styrjöld og reynast vera meginkraftur allrar ágengnisstefnu og afturhalds. Hagsmuna- stefna þessara tiltölulega fáu einokunarhringa fer æ meir í bága við hagsmuni verklýðsstéttarinnar og jafnvel einnig annarra hópa innan auðvaldsþjóðfélagsins, svo sem bænda, menntamanna, smá borgara og millistéttar bæjanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.