Réttur - 01.01.1958, Qupperneq 143
B É T T U R
143
byltingar og tryggt framgang sósíalisma og kommúnista verða
kommúnistaflokkarnir og verklýðsflokkarnir að varðvei+a einingu
sína á grundvelli marxisma og lenínisma og bægja á bug hvers
konar klíkustarfsemi, sem einingunni spillir.
IV.
Kommúnistaflokka og verklýðsflokka heimsins bíða mikil sögu-
leg verkefni. Eigi framkvæmd þessara verkefna að takast, verður
ekki aðeins að efla einingu kommúnistaflokka og verklýðsflokka,
heldur allrar verklýðsstéttarinnar, treysta bandalag verklýðs-
stéttar og bænda, sameina hinn vinnandi fjölda, allan hinn fram-
sækna hluta mannkynsins og öll öfl frelsis og friðar í heiminum.
Varðveizla friðarins er mikilvægasta viðfangsefni heimsmál-
anna um þessar mundir. Það er stefna kommúnistaflokka og verk-
lýðsflokka í öllum löndum að koma á sem víðtækastri samvinnu
allra þeirra afla, er treysta vilja friðinn og beita sér gegn styrj-
aldaröflunum. Fundarmenn lýsa yfir stuðningi sínum við öll ríki,
stjórnmálaflokka, félög, samtök og einstaklinga, sem vilja berjast
fyrir friði en gegn stríði, og vinna að friðsamlegri sambúð þjóða,
sameiginlegu öryggi ríkja í Evrópu og Asíu, minnkun herbúnaðar
og banni við kjarnorkuhernaði og tilraunum með kjarnorkuvopn.
Kommúnistaflokkarnir og verklýðsflokkarnir eru einlægir í
viðleitni sinni til varnar þjóðarhagsmunum og lýðréttindum allra
þjóða. í mörgu landi heims á þjóð og verklýðsstétt enn óleyst það
sögulega hlutverk að ávinna sér þjóðfrelsi sitt úr höndum ný-
lendukúgara eða lénsvalds. Til þess er nauðsynlegt að efla sam-
fylkingu verkamanna, bænda, smáborgarastéttar bæjanna, hinnar
þjóðernissinnuðu borgarastéttar og annarra föðurlandssinnaðra
og lýðræðissinnaðra afla gegn heimsveldisstefnu og lénsvaldi.
Mörg dæmi eru því til sönnunar, að þvi öflugri sem þessi eining
hinna föðurlandssinnuðu og lýðræðissinnuðu afla reynist, þvi
meiri eru sigurhorfur þeirra.
Barátta verklýðsstéttarinnar og hins vinnandi fólks fyrir friði
í heiminum og öðrum hagsmunamálum sínum beinist nú á tímum
gegn hinum miklu einokunarhringum auðvaldsins, með því að
þeir bera meginsök á vígbúnaðarkeppninni, eru aðalskipuleggjend
ur undirbúnings og áætlana um nýja styrjöld og reynast vera
meginkraftur allrar ágengnisstefnu og afturhalds. Hagsmuna-
stefna þessara tiltölulega fáu einokunarhringa fer æ meir í bága
við hagsmuni verklýðsstéttarinnar og jafnvel einnig annarra hópa
innan auðvaldsþjóðfélagsins, svo sem bænda, menntamanna, smá
borgara og millistéttar bæjanna.