Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 11
SAMVINNAN
5
til hinna nýju framleiðsluaðferða. Þessu fylgdu miklir
erfiðleikar eins og alltaf, þegar snöggar breytingar verða
á framleiðsluháttum og fyrirkomulagi. Þá, eins og alltaf
þegar mestir eru örðugleikarnir, komu margir menn fram
með ýmsar tillögur, til þess að reyna að bæta hag fjöld-
ans. Tillögurnar voru margar og misjafnlega snjallar og
haldgóðar. Hugmyndir samvinnustefnunnar eru líka rakt-
ar til tillagna og tilrauna eins þeirra manna, sem með þeim
vildi bæta hag fjöldans, Robert Owens. — Owen hefir því
oft verið kallaður faðir samvinnustefnunnar, og vafalausc
hafa stofnendur fyrsta kaupfélagsins, sem stofnað var í
bænum Kochdale í Englandi, orðið fyrir áhrifum frá hin-
um bjartsýna og mikla umbótamanni, Robert Owen. En
félagið í Rochdale hefir síðan orðið fyrirmynd allra eða
flestra kaupfélaga heimsins.
Owen var verksmiðjueigandi og ríkur maður. Hann
lét verkamenn sína stofna neytandafélag og hjálpaði þeim
sjálfur til þess. Með þessu móti gátu verkamennirnir
sparað mikið, en öllu því sem sparaðist á þessari verzlun
skiptu verkamennirnir á milli sín, en ekkert var lagt í
sjóð eða gert til þess að verzlunin gæti orðið sjálfstæð
stofnun. Owen hugsaði sér þetta aðeins sem aðferð fyrir
verkamennina til þess að spara, en það, sem þeir spöruðu,
vildi hann að þeir notuðu til þess að leggja í framleiðslu-
fyrirtæki og að verkamennirnir eignuðust þannig smám
saman þau framleiðslufyrirtæki, sem þeir ynnu við. Það,
sem vakti fyrir Owen, voru öflug fyrirtæki, sem væru
eign verkamannanna, en ekki öflug neytandafélög sem
sjálfstæð fyrirtæki. Því er það ef til vill ekki fyllilega
rétt að kalla hann föður kaupfélagsstefnunnar.
Kvöld eitt í desember höfðu nokkrir götustrákar
safnazt saman í þröngri götu í smábænum Rochdale í
Englandi. Stóðu þeir fyrir utan glugga lítillar og fátæk-
legrar búðar, hlógu og gerðu gys að því, sem stillt var út
í gluggann, en það var svolítið af hveiti, sykri, smjöri o.
fl. matvælum. Þetta var búð hinna 28 vefara, stofnanda
fyrsta kaupfélagsins, sem kallazt getur því nafni. Áður