Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 46
40
SAMVINNAN
3. að skyrið breyttist ekkert í eðli sínu, hvorki bragð,
lykt, né hvað viðvíkur næringargildi.
Fyrir utan niðursuðu, þurkun o. s. frv., er ein
aðferð enn, sem núorðið gefst bezt til varðveizlu flestra
annara fæðutegunda og það er f r y s t i n g í ýmsum
myndum.
Nú þekkja allir það, að þegar skyr er flutt í frosti
og það frýs, verður það illætt eftir á. En þar eð sann-
færing mín alltaf hefir verið sú, að f r y s t i n g í ein-
hverri mynd yrði að lokum bezta aðferðin til varðveizlu
skyrs, hefir skiljanlega vakað fyrir mér að athuga hvað
það væri, sem ætti sér stað í skyrinu er það frystist, og
síðan finna ráð við því.
Ég ætla ekki hér að skýra í einstökum atriðum frá
athugunum og tilraunum mínum, heldur aðeins benda á,
að mér hefir tekizt að frysta skyr á vissan hátt, og var
það jafngott eftir á, eftir langa geymslu. En einkenni-
legt mætti það ef til vill kallast, að einmitt um sama leyti
og mér tekst með frystingu skyrsins, heppnast einnig í
sama mánuði í Englandi tilraun með frystingu mjólkur
— sem áður var álitið ógerningur að frysta svo gæði henn-
ar héldust —, og byggjast aðferðirnar að sumu leyti á lík-
um grundvöllum, þó frábrugðnar séu í flestu. Nú mun
farið að senda frysta mjólk til nýlendnanna í Afríku, en
þar er sumstaðar loftslagið illt fyrir mjólkurframleiðslu.
Ég álít heldur ekki ástæðu til þess, að svo stöddu, að
skýra hér nákvæmlega frá einstökum atriðum aðferðar
minnar. Heldur mun ég leggja öll skjöl fyrir þá menn,
sem hafa hug á að taka þátt í frekari framkvæmdum,
og eins mun ég koma með vottorð, eða sýna ágæti að-
ferðar minnar í verkinu.
Þær margvíslegu tilraunir, sem ég hefi gert síðan í
október 1 fyrra (1930) — en þá virtist mér takmarkinu
náð — hafa allar sýnt, að við aðferð mína breytist skyrið
ekkert í eðli sínu, enda munu þeir, sem fengið hafa hjá
mér sýnishorn, viðurkenna að þetta er rétt. M é r h e f i r