Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 37
SAMVINNAN
31
nái völdum. — Barnið fann, að fáir menn, og einn þeirra
Vilmundur, höfðu náð völdum, „áttu“ bæinn allan, kýrnar
eins og annað.
Það kemur fáum við, hverju hann Vilmundur trúir og
þeir félagar. Úr því þeir hafa völdin á ísafirði, er rétt að
spyrja, hvað þeir geri, hvort verkin sé Lenins eða Musso-
linis — eða þá bara eftir boðorðum hinnar alþýðlegu sam-
vinnu, sem engan á sér höfundinn, en þó er orðið and-
legt stórveldi.
Isafjarðarkaupstaður er risinn upp við miðin góðu
úti á Djúpinu. Þau, sem setti Þuríður Sundafyllir. Saga
bæjarins er lík og annara þorpa vestra, nema að vöxturinn
hefir verið hraðari. Um eitt skeið var öll atvinna og verzlun
í höndum örfárra manna. Eftir stríðið fór eins og víðast,
að stofnanir þessar tóku að hallast og hrynja. Voðaleg
dýrtíð vai' á ísafirði, einkum á mjólk og húsaleigu og
mjög svarf að fólki á ýmsan hátt. Styrjöld var um bæjar-
mál og viðsjár með mönnum. Annars vegar voru íhalds-
menn, er vildu láta skeíka að sköpuðu og láta allt lafa á
gömlu horriminni. Hins vegar voru jafnaðarmenn, er áttu
þar óvenju kröftuga foringja, og vildu mörgu breyta.
Nokkur ár voru flokkamir líkir, unz jafnaðarmenn kom-
ust í meirahluta, er sífellt hefir farið stækkandi.
Nú mundu ýmsir halda, að „bolsarnir“ svokölluðu
hefðu gert hraðfara byltingu og þar væri ölliu ófugt snúið
við það sem er í öðrum bæjum. En því tjáir ekki að neita,
að starfsemi jafnaðarmanna á ísafirði á ekki við bylting
skylt, það er hægfara en stefnuföst umoótastarfsemi,
byggð algerlega á samvinnugrundvelli, nákvæmlega á sama
grundvelli og félagsstarfsemi bændanna í Þingeyjarsýslu
og Eyjafirði. Þess vegna varðar okkur lítið um stjórn-
málaskoðanir, hvað skilur og hvað er sameiginlegt. Ég
hefi þá föstu trú, að á Isafirði sé samvinnan að nema nýtt
land, fá nýtt verksvið. Áður hefir hún verið þjóðleg
bændahreyfing, til margfaldrar blessunar fyrir margan
bóndann, bætt efnahaginn, aukið þægindin, en þó sérstak-