Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 122
116
S A M V I N N A N
upprunalega húsinu, eða hníf, sem fyrst er sett á nýtt
blað og síðan nýtt skaft, samt er hann talinn sami hníf-
urinn.
En þótt svo sé, að eignarréttur geti stundum verið
ævarandi, þá er eigandinn það aldrei. Hann deyr fyrr eða
síðar. Og sú stund er eignarréttinum hættuleg. Hvað
verður um hann þá? Ef hann hættir ekki að vera til,
hlýtur hann að flytjast yfir á aðrar hendur. En hverjar?
Fellur hann í hendur þess, sem hinn dáni hefir til tekið?
Það væri réttlátt, enda þótt það sé ekki hiklaust viður-
kennt, eins og vér munum sýna síðar. En ef hinn dáni
hefir ekki tekið neinn til, hver kemur þá í hans stað?
Nánustu ættingjar, segja lögin. En hvaða réttmæti felst
þá í hinum svonefndu lögerfðum (s u c c e s s i o a o
intestato)?
Menn hafa reynt að réttlæta lögerfðir með tvennu
móti: ,
a) Þær eru taldar líklegasta leiðin til þess a ð
f u 11 n æ g j a v æ n t a n 1 e g u m v i 1 j a h i n s d á n a,
þegar hann hefir ekki látið vilja sinn í
1 j ó s. Það er eðlilegt, að álykta sem svo, þegar um náin
skyldmenni er að ræða, t. d. börn, eiginmann eða eigin-
konu, foreldra og jafnvel systkin, að ef hinn dáni hefði
viljað svipta þau arfi, þá hefði hann látið þann vilja
sinn í Ijós ótvírætt. En hafi hann engin orð látið eftir sig
um það, þá megi telja það sjálfsagðan hlut, að hann
hafi ætlazt til, að eignir sínar gengi til þeirra. En ef um
fjarskyldari ættingja er að ræða, t. d. bræðra — eða
systrabörn, þá er það fjarstæða að láta sömu skýringu
ráða, að hinn dáni hafi veitt þeim sjálfsagðan rétt til
eigna sinna með því að láta einskis um það getið. Þar að
auki hefir þessum skilningi verið mótmælt með þeirri
lagalegu staðreynd, að nánustu ættingjar eiga tilkall til
nokkurs arfahluta, enda þótt hinn dáni hafi gert þá arf-
lausa.
b) Þá er því haldið fram, að lögerfðir sé einn þátt-
ur f r a m f æ r s 1 u s k y 1 d u n n a r, sem náttúran sj álf