Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 145
SAMVINNAN
139
Saumastofan í Reykjavík hefir haft ærið nóg að
starfa, og vinna þar nú 8 manns.
Með þessu móti er nú hægt að framleiða sterk og
lagleg föt úr íslenzku efni fyrir lágt verð. Saumalaunin
hjá saumastofum þessum eru lægri en almennt gerist
eða ekki nema 57 krónur, í stað 85—90 kr. hjá klæðsker-
um yfirleitt. Á saumalaununum sparast þannig 28—33
krónur á föt. Ef saumastofan í Reykjavík saumar 1000
fatnaði á ári, sem hún sennilega kemur til með að gera,
spara kaupendurnir 28—33 þúsund krónur á ári, aðeins í
saumalaunum, fyrir utan það, að þeir fá þarna betri og
laglegri föt en þeir geta fengið annars staðar fyrir jafn-
lágt verð.
Tekjuafgangurinn
er alloft til umræðu meðal samvinnumanna, hverja
þýðingu hann hafi íyrir eflingu félaganna og þýðing hans
til þess að fá félagsmenn til að spara.
Nýlega hefir einn af helztu samvinnumönnum Eng-
lands, A. P. Potter, skrifað stutta bók um þetta efni.
Þykir honum ensku samvinnufélögin hafa of hátt verð á
vörum í smásölu. Þetta háa smásöluverð kaupfélaganna
tefji, segir hann, fyrir vexti þeirra, margir fari til kaup-
manna og verzli heldur við þá, þar sem þeir fá einhvern
afslátt strax á vörunni. Þeir kjósi það heldur en að bíða
til áramóta eftir því, að þeir fái tekjuafgang sinn í kaup-
félögunum. Þeim fátækustu finnst þeir heldur ekki hafa
ráð á því að borga svo mikið fyrir vöruna, ]afnvel þó þeir
fái tekjuafganginn síðar, ef þeir í svipinn geta fengið vör-
una ódýrari annars staðar. Kaupmannaverzlanir geta því
vel blómgazt í skjóli kaupfélaganna, meðan þau hafa svo
hátt vöruverð. Potter vill því að enska sambandið gangist
fyrir því, að kaupfélögin lækki vöruverð sitt til muna og
segir, að það muni efla þau meira en margra mánaða
auglýsingastarfsemi.
1928 var öll umsetning kaupfélaganna í Englandi
£ 209.390.000 og tekjuafgangurinn varð þá £ 20.563.000.