Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 104
98
SAMVINNAN
og verkaskiptingu, væri óhugsanlegt í hverju einasta
þjóðfélagi. Það hefir ekki einu sinni getað átt sér stað
nokkru sinni meðal villimanna, sem lifa á veiðum og fiski.
Og hvernig myndi oss verða við í nútíðar þjóðfélagi, ef
slíkt skipulag væri upp tekið? Ef sagt væri t. d. við bak-
arann eða skósmiðinn: Þessi brauð, sem þú hefir bakað,
eða þessir skór, sem þú hefir gert, eru þín eign, það er
þinn hlutur! Það er augljóst, að það, sem menn sækjast
eftir, er ekki þeirra eigin framleiðsla, heldur sannvirði
þess af öðrum verðmætum. En fá menn það þá í þjóðfé-
lögum nútímans?
í hverju siðmenntuðu þjóðfélagi eru þegnarnir sí-
fellt önnum kafnir við að láta af höndum v e r ð m æ t i,
annaðhvort með því að selja vörur eða leigja vinnu sína.
Og þeir eru samtímis önnum kafnir við að taka á móti
öðrum verðmætum, tekjum í einhverri mynd.
Hver maður býður á markaðnum það, sem hann á: jarð-
eigandinn gróðurinn af landi sínu, húseigandinn húsnæði,
auðkýfingurinn peninga, iðnaðarmaðurinn vöru sína o. s.
frv. Og sá, sem hvorki á jörð né fé, býður vinnu sína eða
vitsmuni. Auðvitað reynir hver og einn að selja sína vöru
eða leigja sína vinnu eins háu verði og unnt er. En verð-
inu ráða þeir ekki sjálfir, því að þessar vörur eða vinna
selst við því verði, sem lögmálið um framboð og eftir-
spurn hefir skapað. Það er með öðrum orðum svo, að
verðið er hátt eða lágt eftir því, hvort varan fullnægir
brýnum þörfum hjá almenningi eða ekki. Það er því al-
menningurinn, sem verðleggur vöruna og vinnuna og
ræður því, hve mikið fæst í aðra hönd. Og það er þetta
verð, sem skapar tekjur manna, hvort sem þær kallast
verkalaun, kaup, húsaleiga, landskuld,
v e x t i r eða g r ó ð i.
Það er því lögmálið um framboð og eftirspurn, sem
skiptir eignum á milli manna.
Er það réttlátt? Eftir skoðun frjálslyndra hagfræð-
inga á slík spurning engan rétt á sér. Þetta er þannig,
segja þeir, af því að það getur ekki verið öðruvísi. Hag-