Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 137
SAMVINNAN
131
markalaus forði nytsemda, eða að minnsta kosti geysilega
mikill forði, svo að ekki þyrfti annað en að „gripa hönd-
um í hrúguna“, alveg eins og hver maðut getur teygað
andrúmsloftið eftir vild eða ausið af uppsprettu vatnsins.
Er. ]->ví miður er ekki því að heilsa. Forði nytsemdanna er
og verður sennilega alltaf ófullnægjandi þörium vorum og
þrá, af því líka að þarfirnar vaxa í réttu hlutfalli við það,
hve auðvelt er að fullnægja þeim. Og þess vegna verður
ekki hjá því komizt að skipta í ójafna hluti1).
Á ættarheimilinu, sem tekið er til fyrirmyndar, er
það faðirinn eða móðirin, sem skammtar hvei’jum sinn
hlut, til þess eru þau sjálfkjörin sem yfirboðarar heimil-
isins. En hver verður sá yfirboðari sameignarþjóðfélags-
ins, sem hafa skal á hendi það vandastarf? Hann verður
ekki til og á ekki að vera til, því að stefnuskrá hinna nýju
sameignarmanna, stjórnleysingjanna, miðar einmitt að
því, að afnema alla yfirboðara, alla stjórn, og kjörorð
þeirra er: n i D i e u n i m a i t r e (hvorki guð né herra).
Allt á að ganga greiðlega, segja þeir, með vinsamlegu
samkomulagi og samstarfi allra með góðum vilja.
Auðvitað er ekkert það til, sem réttlæti slíka spá-
dóma, sem brjóta í bág við allt, sem vér vitum um mann-
legt eðli. Samt viljum vér ekki fullyrða, eins og sumir
gera með óréttu, að sameignarskipulag sé ekkert annað
en heilaspuni út í bláinn, því að það hefir verið til, það
hefir verið byrjunarstigið að fjöldamörgum þjóðfélögum,
en samt ekki að öllum, eins og áður var nokkuð almenn
skoðun. Vér fullyrðum ekki einu sinni það, að ógerningur
væri að koma slíku skipulagi á nú á dögum í smáum stíl.
D Stjómleysingjar lmlda, að slíkrar skiptingar verði ekki
þörf, vegna þess að svo mikið safnist fyrir af nytsemdum í
sameignarþjóðfélagi. (Sjá Krapotkin, La conquóte du
pain). Benda má þó á það, þótt ekki sé annað tekið til dæmis
en komvörur og baðmull, að framleiðsla þeirra vörutegunda
þyrfti að þrefaldast til þess að hver og einn af þeim 1000 mil-
jónum manna, sem byggja jörðina, fengi að minnsta kosti það,
sem þeir þarfnast af þeim vörutegundum.
9*