Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 95
SAMVINNAN
89
um til langs tíma eða heimta sem bezta tryggingu, kaupa
ekki víxla nema ábyrgðarmenn sé áreiðanlegir1).
En slíkar aðgerðir eru þó miður þægilegar öllum
þeim, sem viðskipti stunda. Og það því fremur sem þær
rýra möguleikana til þess að afla peninga einmitt á þeim
tíma, þegar almenningur hefir mesta þörf þeirra. Menn
hafa meira að segja haldið því fram, að þetta hafi oft
leitt af sér kreppu, og það mun rétt vera. Það þarf hug-
rekki til þess að fara svona að. En þetta er þó það ráð,
sem bezt hæfir, þegar svo stendur á. Og skynsöm banka-
stjórn má ekki hika við að grípa til þessa úrræðis til þess
að bjarga málmforða sínum. Reynslan hefir sýnt til hlít-
ar, að slíkar aðgerðir bera tilætlaðan árangur.
Og það er ekki nóg með það, að bankanum sé bjarg-
að úr yfirvofandi hættu með þessu, heldur hefir þetta
hagstæðar afleiðingar fyrir landið allt, því að fjárhagur
þess allur breytist við það til batnaðar.
Hugsum oss land, sem stöðugt þarf að greiða stórfé
til útlanda. Hækkun forvaxta getur gerbreytt aðstöðu
þess. Hækkunin gerir það að innieiganda álitlegra fjár-
upphæða og getur valdið því, að erlendur gjaldeyrir
streymi inn í landið. Að minnsta kosti kemur hún í veg
fyrir, að þess eiginn gjaldeyrir sé fluttur úr landi.
Fyrsta afleiðingin af hækkun forvaxta er sú, að
víxilgengi fellur. Þúsund franka víxill t. d., sem
]) Frakklandsbanki hefir mjög einfalt ráð til þess að verja
gullforða sinn. Hann notar sér blátt áfram þann rétt, sem hver
skuldunautur á, í landi þar sem tvímelmisslátta er lögtekin.
Hann borgar skuldir sínar í silfri (í fimm-franka-
peningum, hann á heilan miljarð af þeim). þeirri aðfeð hefir
hann alltaf beitt. þegar þörf krafði. þannig fór hann að í
kreppunni 1907. Honum hefir líka tekizt að halda forvöxtum
sínum niðri í 3% (aðeins um stuttan tíma 4%) á sama tíma
sem Englandsbanki og Ríkisbanki þýzkalands hækkuðu for-
vexti upp í 7 og 7%%- Menn hafa dáðst mjög að Frakklands-
banka fyrir þetta afrek, en sú frægð var auðunnin, þegar þess
er gætt, að hinir bankamir höfðu engin tök á að fara eins að
og refjast um að greiða skuldir sínar í gulli.